Skírnir - 01.01.1936, Síða 169
Skírnir]
Wídsíð = Víðförull.
167
Finn Frísakonung mág sinn. Þess hefir verið getið til, að
Hildiborg hafi verið gefin Finni til að tryggja frið milli
Þjóðanna, en í þessari heimsókn blossar hinn forni ófrið-
ur upp á ný og Hnæf fellur fyrir Frísum. Eigi fá þeir þó
með öllu yfirbugað fylgdarmenn hans, þá dönsku, og
ganga þeir til griða undir forustu Hengests nokkurs og
sitja við litla gleði með Frísum um veturinn. En um vor-
ið, þegar ísa leysir og Danir gerast heimfúsir, blossar
ófriðurinn upp á ný, og fellur nú Finnur konungur og
sonur hans fyrir þeim Hengesti. Þetta er gangur sögunn-
ar, að því er ráðið verður af brotinu og útdrætti þeim úr
kvæðinu, sem Bjólfskviða geymir. Sennilega er brotið
eldra en Bjólfskviða.
En Bjólfskviða eða Beowulf5) er hið lengsta og á
'flesta lund hið merkasta hetjukvæði, sem geymzt hefir á
fornenskri tungu. Þó ber það skýrari menjar útlendra
áhrifa en hin smærri kvæðin, bæði er það gagnsýrt af
kristnu hugarfari og siðferðilegum áhuga og á hinn bóg-
inn er það sennilega ort undir áhrifum frá klassiskum
söguljóðum (epos), einkum Æneasar-kviðu Virgils. Ann-
ars vegar lifir þó í kvæðinu sanngermanskt hugarfar, svo
Seni aðdáun á afreksmönnum að afli og áræði, að gjaf-
^nildi og vinsæld konunga, að tryggð þegnanna. Og loks
eru sagnirnar að mestu leyti norrænar, og söguhetjurnar
Danir, Gautar og Svíar frá öndverðri 6. öld.
Kvæðið greinist að efni til í tvo kafla, sem varla hafa
annað sameiginlegt en söguhetjuna Bjólf. Segir í hinum
íyrri af óskunda þeim, er illvætturinn Grendel gerir Hróð-
Sár (Hróari) Dana konungi með því að brjótast inn í hina
n£ju höll hans, Heorot (Hjartarhöll), á hverri nóttu og
hafa á brott hirðmenn hans. Þá kemur Beowulf (Bjólf-
nr) frá Géatalandi (Gautlandi) og býðst til að ráða af
ófögnuð þennan. Glímir hann við Grendel í höllinni og ríf-
ur í þeim sviptingum af honum handlegginn, en Grendel
kemst við illan leik í fylgsni sitt. Næstu nótt kemur móð-
ir Grendels að hefna hans, en Bjólfur veitir henni heim-