Skírnir - 01.01.1936, Side 170
168
Wídsíð
Víðförull.
[Skírnir
sókn í fylgsni þeirra, sem er undir mýrarforöðum, þar í
nágrenninu, og drepur hana með hennar eigin sverði.
Bjólfur gerist síðan konungur Gauta og situr að ríkj-
um í fimmtíu ár. Þá tekur dreki nokkur að veita þegnum
hans illar búsifjar; berst Bjólfur við drekann, og drepur
hann, þótt gamall sé, en deyr sjálfur af sárum.
Árið 1878 benti Guðbrandur Vigfússon á það fyrst-
ur manna í innganginum að Sturlunga sögu, að sögnin um
viðskipti Bjólfs við Grendel og móður hans væri náskyld
sögnunum um viðureign Grettis og Gláms, og þó einkum
sögninni um bardaga hans við tröllskessuna undir Eyjar-
dalsárfossi, nálægt Sandhaugum í Bárðardal. Og þrátt
fyrir mikla leit að svipuðum sögnum út um allar álfur
hafa enn ekki fundizt aðrar sagnir, sem nákomnari væri
Bjólfskviðu, en þessar íslenzku sögur í Grettlu. Þess má
geta hér, að það var ætlun Eiríks Magnússonar, að sagn-
irnar hefðu borizt með Auðuni skökul frá Bretlandseyjum
til Islands; annars munu flestir fræðimenn hafa ætlað, að
hér væri um tvær greinar af sömu sögn að ræða, aðra á
Englandi, hina á Norðurlöndum.
Miklu merkilegri en þessar illvætta-sagnir eru þó
upplýsingar þær, sem kvæðið gefur um konunga og ríki
á Norðurlöndum í elztu tíð.
Þannig fáum vér að vita, að Hróðgár (Hróarr) Dana
konungur er sonur Healfdene (Hálfdanar), sonar Beo-
wulfs (sem ekki má blanda saman við Bjólf þann, er
kvæðið er um!), sonar Scylds Scefings. En Scyld þessi er
enginn annar en Skjöldur, forfaðir Dana konunga að
sögn Skjöldungasögu og Snorra. Bræður Hróðgárs eru
þeir Heorogár (Hjörgeir, ókunnur í norrænum sögnum)
og Hálga; eru hér þá komnir þeir bræðurnir Hróarr og
Helgi úr Hrólfs sögu kraka, en Hrólfur sjálfur er enginn
annar en Hróðulf, sá er situr hið næsta Hróðgár konungi
í Bjólfskviðu og virðist stjórna ríkinu með þessum eldra
og æruverða frænda (föðurbróður) sínum. Sonur Heoro-
gárs er Heoroweard, sem í Hrólfs sögu er Hjörvarður
mágur Hrólfs kraka. En börn Hróðgárs konungs eru