Skírnir - 01.01.1936, Síða 171
Skírnir]
Wídsíð = Víðförull.
169
Hréðríc (Hrærekr hríöggvanbaugi), Hróðmund og Frea-
Warn (Freyvör), sem gift er Ingeld (Ingjaldi) syni Fróða
konungs. Koma þeir feðgar fram í norrænum sögum, bæði
hjá Saxo og í Langfeðgatali. I Bjólfskviðu eru þeir kall-
aðir Headobeardan, þ. e. Höðbarðar, en þaðan er stutt
leið til Höðbrodds konungs í Helgakviðu Hundingsbana,
enda taldi Bugge þann Helga vera hinn sama og Bjólfs-
kviða og Hrólfssaga nefnir. Af Bjólfskviðu og Wídsíð er
Svo að sjá sem ófriður hafi verið með Dönum og Höð-
ðörðum og hafi Hróðgár til sátta gift Ingeld Freawarn
áóttur sína. En Höðbarðar standast ekki til lengdar eggj-
anir gamals garps í þeirra hóp, heldur ráðast á Dani,
brenna upp Hjartarhöll, en bíða þó ósigur.
Af höfðingjum Gauta (Géata) eru tilnefndir þrír
synir Hréðels konungs: Herebeald (Herbaldr), Hæðcyn
(Höð-kon, Hákon) og Hygilác (Hugleikr), en systir þeirra
er móðir Beowulfs, sem kvæðið er ort um. Hæðcyn verð-
ur fyrir því óhappi, að skjóta bróður sinn Herebeald öru
Hl bana. Hefir fræðimenn grunað, að hér væri um sömu
s°gnina að ræða eins og þegar Höður hinn blindi verður
að bana Baldri. En Hygelác eða Hugleikur er einn af
alh'a merkustu persónum kvæðisins, því hans er getið í
Samtíma frakkneskum annálum í víkingaferð á hendur
Hetverjum við Rínarósa. Nefnist hann þar Chohilaicus
°ða Huiglaucus, konungur Dana eða Geta (= Gauta), og
var drepinn um 520 af Theodberht Frankakonungi, syni
Theodrics I. Er þetta eina sögulega vissa ártalið í Bjólfs-
kviðu, en það nægir til að gefa almenna hugmynd um
Hmatal kvæðisins og ríkisstjórnarár hinna höfðingjanna,
Sem þar eru nefndir.
Loks er að geta Svía-konunga, þeirra er kvæðið nefn-
lr- Er konungsættin nefnd Scylfingas í samræmi við hina
ftorrænu Skylfinga (í Hyndlu-ljóðum, Snorra Eddu og víð-
arL Onganþeow (Angantýr) er elztur þeirra frænda,
hann á í deilum við Gauta og fellur að lyktum fyrir bræðr-
Unum Eofor (Jöfur) og Wulf (Úlfi).6) Synir Onganþeows
6r° þeir Óhthere og Onela, sem á norrænu heita Óttarr