Skírnir - 01.01.1936, Page 172
170
Wídsíð = Víðförull.
[Skírnir
og Áli; getur þeirra feðga allra í Hyndlu-ljóðum. Synir
Ohtheres eru þeir Éanmund og Eadgils. Onela föðurbróð-
ir þeirra hrekur þá í útlegð eftir dauða föður þeirra og
drepur Éanmund (Eymund), en Eadgils hefnir hans síð-
an með styrk Gauta og drepur Onela. Þessir atburðir
speglast, á nokkuð breyttan hátt, í frásögn Snorra í Skáld-
skaparmálum af orrustunni á Vænis ísi, þar sem börðust
Áli konungur af Upplöndum í Noregi (= Onela) og Aðils
(= Eadgils) Svía konungur. Og enn getur þeirra Ála og
Aðils í Kálfsvísu. En Othere er Óttarr vendilkráka; segir
Snorri afdrif hans í 27. kapítula Ynglingasögu.
Þetta er nægilegt til að sýna, hve mikilsverð Bjólfs-
kviða er fyrir forna sögu og sagnir Norðurlanda. En auk
þess er stuttlega vikið að ýmsum fleirum sagn-konungum
í kvæðinu, svo sem þeim frændum Sigemund Wælsing og
Fitela (Sigmundi og Sinfjötla), Eormanric (Jörmun-
rekk), Wéland og Háma (Völundi og Heimi); allt eru
þetta nöfn kunn úr norrænum og þýzkum hetjusögnum, —-
auk Finns Frísa konungs og annarra, sem hvergi er get-
ið annars staðar.
Höfundur Bjólfskviðu hefir sýnilega kunnað miklu
fleiri hetjusögur, en hann kærir sig um að segja, enda
sýnir það, hve lauslega hann víkur að sumum sagnhetj-
um, að áheyrendum hans hefir verið fullkunnugt um sög-
urnar, en það sannar aftur vinsældir hetjukvæða eða
-sagna á dögum skáldsins. Til er þó enn eitt kvæði, sem
sýnir þessar vinsældir jafnvel áþreifanlegar en Bjólfs-
kviða. Það er kvæðið Wídsíð, sem hér verður nú tekið til
meðferðar til að sýna gildi þess í röð hetjukvæðanna og
einkum samhengi þess við norrænar eða íslenzkar sagnir
og kvæði.
Wídsíð eða Víðförull mun vera með elztu kvæðum
fornenskum; telur Kemp Malone það vera frá lokum 8.
aldar, en hann hefir annazt síðustu og beztu útgáfu kvæð-
isins,7) enda verður skoðunum hans fylgt hér.
Kvæðið er stutt: 143 langlínur eða 286 vísuorð undir