Skírnir - 01.01.1936, Page 173
Skírnir]
Wídsíð = Víðförull.
171
fornyrðislagi, eða réttara sagt hinum forngermanska
hætti, sem öll fornensk hetjukvæði eru ort undir. Er sá
háttur mjög nákominn fornyrðislagi; stundum eru vísu-
orð þó lengri en hófi gegnir, og sjaldan eru kvæðin bútuð
niður í (8 vísuorða) erindi, eins og tíðast er um hin ís-
lenzku kvæði.
En svo stutt kvæði sem Wídsíð er, þá eru þar taldir
ekki færri en 71 fornkonungar og 81 þjóð eða þjóðabrot,
auk nokkurra staðanafna og tveggja skálda. Til saman-
burðar má geta þess, að Bjólfskviða, sem vera mundi
6364 vísuorð undir fornyrðislagi, telur um 80 persónur
tignum ættum, og nefnir um 26 þjóðir eða ættkvíslir,
auk nokkurra staðaheita, sem oft virðast vera uppfundin
af skáldinu sjálfu. Þegar þess er svo gætt, að bæði kvæð-
in nefna ekki nema svo sem tug af sömu mönnum og ann-
an tug af sömu þjóðum, þá sést bezt, að nóg hefir verið
fil af sögnum og kvæðum í Englandi á dögum þessara
skálda.
En það er sýnilega tilgangur höfundar Wídsíðs, að
skrásetja í kvæðinu allar þær hetjur (konunga) og allar
hær þjóðir, sem hann vissi frægar í sögu, sögnum og ljóð-
um. Kvæðið minnir því bæði á hin íslenzku kappatöl, sem
rímnaskáld ortu oft sér og öðrum til minnis, en líka á hin-
ur fornu þulur, eins og t. d. nafnaþulurnar í Snorra Eddu.
Nú er kvæðið samt langt frá því að vera eintóm þurr
nafnaþula, því höfundurinn leggur allan fróðleik þess í
munn farandskáldinu Wídsíð, sem sýnilega er gerfinafn,
°g þýðir Víðförull.
Þessi Víðförull hefir mál sitt í kvæðisbyrjun með orð-
Unb sem minna á stef Óðins í Vafþrúðnismálum 52:
Fjöld ek fór,
fjöld ek freistaðak,
fjöld ek reynda regin.
Sjálfur kveðst hann vera Myrgingur að ætt og uppruna,
°g hirðmaður Auðgils konungs þeirra; hann hefir gert
ferð sína „austan af Öngli“ á fund Jörmunrekks konungs