Skírnir - 01.01.1936, Síða 174
172
Wídsíð
Víðförull.
[Skírnir
Gota og drottningar hans, Ealhhildar. Þar telur hann fyrst
upp konunga þá, er hann vissi að ráðið höfðu ríkjum eða
þjóðum, flesta nefnir hann aðeins, en um suma hefir hann
eitthvað meira að segja, mikilvægar upplýsingar, þótt
stuttar séu (fyrsta þula). Næst telur hann upp þjóðir
þær, er hann kveðst sjálfur hafa heimsótt, og einnig hér
eykur hann stundum í stuttum skýringargreinum og nefn-
ir jafnvel nöfn konunganna (önnur þula). Kveðst hann
að lokum hafa heimsótt Jörmunrekk og Ealhhildi, gáfu
þau honum sinn gullhringinn hvort, en hann gaf aftur
hring Jörmunrekks Auðgilsi lánardrottni sínum. Frá
Jörmunrekki virðist hann hafa horfið norður á bóginn til
heimkynna sinna (á Öngli í Slésvík) og þá farið um
„heimlönd Gotna“, hin fornu setur þeirra í héruðunum
með fram Vístlu (Weichsel). Virðist helzt, sem hann hafi
í þeirri för heimsótt þjóðhöfðingja þá, er nefndir eru í
síðasta hluta kvæðisins (þriðju þulu), og hafa sumii*
fræðimenn því ætlað, að þetta væri allt saman gotneskir
höfðingjar, en Malone hefir sýnt að svo er ekki.
Grundtvig tók eftir því fyrstur manna, hve keimlíkur
þessi Wídsíð-Víðförull er Norna-Gesti. Eins og Norna-
Gestur hafði verið með öllum frægum konungum frá Völs-
ungum til Ólafs konungs Tryggvasonar og deyr þar að lok-
um 300 ára gamall, þannig hefur þessi Víðförull verið
með þjóðhöfðingjum, sem uppi voru á tímabilinu frá
þriðju til sjöttu aldar, svo sem ráðið verður af nöfnum
þeirra. Nú eru germanskar sagnir að vísu ekki einar til
frásagnar um þessa margra alda gömlu fræðiþuli; þeir
koma líka fyrir í keltneskum sögnum. En aldurinn er aug-
sýnilega gefinn þeim til að gera þá sem margfróðasta af
eigin sjón og heyrn, því að fróðleikur þeirra og speki eru
höfuðkostir þeirra.
Og skal nú vikið að fróðleik þeim, er í nöfnunum felst.
Eins og vikið er að í undanfarandi yfirliti yfir grind
kvæðisins, koma nöfnin fyrir aðallega í þremur meir eða
minna skýrt afmörkuðum hlutum kvæðisins, sem eldri
fræðimenn nefndu katalóga, en Malone kallar þulur upp a