Skírnir - 01.01.1936, Síða 175
Skírnir]
Wídsíð = Víðförull.
173
íslenzkan móð, enda er það réttnefni. En þulurnar eru
ólíkar bæði að efni og formi. Fyrsta þulan hefst með
línunni:
Atli réð Húnum, Jörmunrekkur Gotum, (18)
°g endar með 38. línu. f henni eru taldir konungar og
bjóðir þær (eða lönd), sem þeir ráða, og er hún annars
^yggð nákvæmlega eins og þetta erindi úr Hervararsögu:
Ár kváðu Humla Húnum ráða,
Gizur Gautum, Gotum Angantý,
Valdar Dönum, en Völum Kíar,
Alrek enn frækna enskri þjóðu,
°g benti Benedikt Gröndal fyrstur manna á skyldleikann
(Gefn, 1873, IV, 15).
Önnur þulan hefst með línunum:
Eg var með Húnum, og með Hreiðgotum, (57)
^eð Svíum og með Gautum og með Suður-Dönum.
Með Ven [d] lum eg var, og með Vörnum, og með Víkingum,
°g endar á 87. línu. Telur hún því nær eingöngu þjóðir,
°g minnir hún bæði að efni og formi á vísu í Örvar-Odds
sÖgu, sem Gröndal benti líka á:
Hefk á Saxa ok Svía herjat,
Frísi ok Frakka ok Flæmingja,
íra ok Engla ok endr Skota,
þeim hefk öllum óþarfr verit.
Þá er loks hin þriðja þulan, er hefst með línunni:
Háka sótti eg, og Böðka, og Herlinga, (112)
°g endar með 124. línu. Er þetta aftur eintómt konunga-
eða kappatal.
Það er ætlun Malones, að þessar þulur séu að stofni
til eldri en kvæðið, hafi höfundur þess tekið þær og fellt
Þær inn í kvæði sitt með litlum breytingum. Hyggur hann,
að fyrsta þulan sé elzt, frá því um 520; önnur þulan næst,
tiá 530, og hin þriðja yngst, frá því um 565. Ef svo er,
sem líklegt má þykja, þá eru þetta einar hinar elztu leif-