Skírnir - 01.01.1936, Page 176
174
Wídsíð = Víðförull.
[Skírnir
ar forngermanskra kvæða, og er gaman að sjá, hve langt
aftur má rekja uppruna hinnar íslenzku þulu.
Þeir, sem kunnugir eru íslenzkum fornbókmenntum,
þurfa ekki lengi að leita nafna, sem þeir kannist vel við
í Wídsíð. Þannig hefst fyrsta þulan með þeim Atla Húna-
konungi, Jörmunrekki Gota konungi og Gjúka, konungi
Borgunda, sem allir eru frægir úr Eddukvæðum og síð-
ari sögnum. Næst er nefndur keisari Grikkja, en titillinn
keisari varð oft að eiginnafni, eins og í vísunni, sem áð-
ur er tilfærð úr Hervararsögu; þar ræður „Völum Kíar“;
er þar átt við keisara vestrómverska ríkisins. Ekki vita
menn, hver Cælic konungur Finna er. Næst koma þeir
Högni, konungur Hólmrygja, og Heðinn (hdr. Henden),8)
konungur Glamma; sagan um þá hefir verið vinsæl á
Norðurlöndum, eins og sjá má af kvæðum Braga hins
gamla, Hjaðningavígum Snorra og Sörlaþætti. Vikið er
að henni, eins og áður segir, í kvæðinu Deor; í Danmörku
sagði Saxo söguna, og í Þýzkalandi er hún sögð í kvæð-
inu Kudrun. Hólmrygir gætu verið íbúar eyjanna fyrir
Rogalandi, en meiri líkur eru þó til þess, að þeir hafi bú-
ið á norðurströnd Þýzkalands, í grennd við eða kannske
líka á eynni Ríigen. Glammar eru að vísu ókunnir, en
glammi er úlfsheiti á norrænu, og Glammi sækonungur
samkvæmt þulum Snorra Eddu. Er nafnið myndað eins
og Ylfingar af Úlfur. Það er eftirtektarvert að Tacitus
(Germania, kap. 43) nefnir Rugii og Lemovii í sömu and-
rá, því seinna orðið hefir verið skýrt „hinir geltandi“-
Vitti konungur Sváfa er kunnur úr fornenskum konunga-
ættum, sem teknar hafa verið upp í formála Snorra Eddu
(kap. 4.). Svavalands getur í Helgakviðu Hjörvarðsson-
ar, og enn heitir Schwaben hluti af Þýzkalandi; en þeir
Sváfar, sem Wídsíð nefnir, munu ekki hafa búið þaD
heldur norðan við Egðu (Eideren), í nágrenni við Englu
(sbr. 1. 44). „Vaði risi á Sjálandi" er í Þiðrekssögu faðir
Velents (Völundar), en óvíst er, hverjir Helsingjar eru;
svipuð nöfn koma víða fyrir við strendur Eystrasalts: