Skírnir - 01.01.1936, Síða 177
Skírnir]
Wídsíð = Víðförull.
175
Helsingjaeyri, -borg, -land, -fors. — Hálf-Hundingar (og
Hundingar, 1. 81) minna á Hunding konung í Helgakvið-
um Hundingsbana; nafngiftin er svipuð og Glammar, Ylf-
ingar; en ekki þekkja menn konung þeirra. Þjóðrekur er
alkunnugt nafn, en sá Þjóðrekur, sem frægur er úr Eddu-
kvæðum og Þiðrekssögu af Bern, er Theodoricus af Ver-
ona, konungur Aust-Gota á Ítalíu (493—526). Þessi Þjóð-
rekur aftur á móti er konungur Franka, og það var faðir
kans, sem um 520 réð niðurlögum Hugleiks Gauta- (eða
Dana-)konungs, eins og Historia Francorum eftir Gre-
gorius af Tours hermir.
Fall Hugleiks varð mönnum minnisstætt á Norður-
löndum. Bjólfskviða getur þess, svo sem fyrr segir, og
snmir fræðimenn (þar með Malone) hyggja, að nafnið
Diaurikr á Rök-steininum eigi við Þjóðrek Franka-kon-
ung fremur en Þjóðrek af Verona, eins og venjulega er
talið. Menn hafa og deilt um, hvor Þjóðrekur-inn væri
uefndur í þriðju þulu Wídsíðs, Malone telur það með
vissu vera konung Franka, því að menn þeir, sem þar eru
uefndir með honum, tilheyra sagnhring þeim, er síðar
uiyndaðist um hann á Þýzkalandi (sögurnar um Wolf-
öietrich). — Nú koma nokkur nöfn allókunnuglega fyrir
sJónir; þó dregur Malone nafn Þilis af Þilir, íbúar Þela-
uierkur í Noregi (Röndungar = merkurbúar). Breki er
óþekktur úr norrænum ritum, en vel kunnur úr Bjólfs-
kviðu; hann þreytti sund við Bjólf, og syntu þeir sjö daga
°£ nætur; þá bar Breka á land Höð-Rauma (sbr. Haða-
iand og Raumaríki í Noregi), en Bjólf að Finna landi
(Finnmörk?). Bröndungar kynnu því að vera norskur
bjóðflokkur. Nafnið Billingur er bæði dvergs og jötuns
heiti á norrænu; annars vita menn ekkert um hann, en
Vernar eru víst Varini Tacitusar, og enn kemur nafnið
fyrir í Helgakviðunum (Varins-ey, -fjörður, -vík). Allt
er og óljóst um Ásvin Eyja-konung, en Ýtar minna eigi
^ðeins á heitið ýtar = menn, heldur eru þeir vel þekktir
Ur sögu og sögnum undir nafninu Jótar. Sagan segir, að
Dnglar, Saxar og Jótar hafi lagt undir sig Bretland um