Skírnir - 01.01.1936, Side 178
176
Wídsíð
Víðförull.
[Skírnir
miðja 5. öld, en þess ber að gæta, að þessir Jótar voru
víst vesturgermanskur flokkur, þar sem nafnar þeirra á
Jótlandi voru — eða urðu — norrænir. Um konung Ýta-
Jóta er aftur allt óvíst. — Kunnir eru Frísar eða Frísir,
en sagan um Finn Fólkvöldung konung þeirra er sögð
bæði í Finns þætti í Bjólfskviðu og Finnsborgar-brotinu,
sem áður greinir. — Næst kemur Sigarr konungur Sæ-
Dana; Snorri nefnir í Eddu „Sigarr, er hengdi Hagbarð",
og enn er nánar frá honum sagt í Hversu Noregr byggð-
ist (Fornaldarsögur II, bls. 9). Saxo kallar hann Sygar-
us. — Hnefi konungur Hækinga er að vísu ókunnur í
norrænum sögnum, en nafnið er sækonungsheiti (þula í
Snorra Eddu) og þjóðarheitið minnir á sverðsheitið Hæk-
ingr, sem líka kemur fyrir í þulu í Snorra Eddu. Bæði
nöfnin skýrast til hlítar af Finns-sögninni, sem áður get-
ur. Þar sést að Hnefi (Hnæf) er danskur höfðingi, sonur
Hóks (Hóc) og bróðir Hildiborgar, konu Finns. En Hæk-
ingar draga nafn sitt af Hók; var endingin -ing í forn-
ensku tíðast notuð til að mynda föðurnöfn (Hækingur =
Hóksson), en merkingin gat víkkað og náð yfir niðjana
eða menn þeirra, eins og hér (= Hóks-liðar). Loks voru
sverð stundum heitin eftir eigendum sínum á svipaðan
hátt (sbr. Hrunting í Bjólfskviðu og sverðsheitið Hæk-
ingur í þulunni). Engi deili vita menn á Hjálmi konungh
en Ylfingar eru kunnir eigi aðeins úr norrænum kvæðum
og sögnum (Helgi Hundingsbani var Ylfingur; sbr. og
Hyndluljóð, Snorra Eddu og Þiðrekssögu), heldur og úr
Bjólfskviðu og Langbarðasögu Páls Djákna (Paulus Dia-
conus: Historia Langobardorum, frá ofanverðri 8. ökl)-
I þessari fornu heimild er getið um deilur milli Ylfinga
og Hundinga, líklega hinar sömu og Helgakviðurnar
fjalla um. En Hundingar (Hálf-Hundingar) var uppnefm
á Langbörðum, er loddi við þann hluta þjóðarinnar, sem
eftir sat í Holtsetalandi, þá er meginþorri hennar flutti
suður á bóginn. í næstu línum er fátt kunnra nafna úr
norrænum sögnum, nema Angantýr, sem hér er Svía kon-
ungur, og Langbarðar. Nafn konungs þeirra, Sceafa,