Skírnir - 01.01.1936, Page 179
Skírnir]
Wídsíð = Víðförull.
177
minnir eigi aðeins á Seskef þann, sem nefndur er í forn-
enskri ættartölu í formála Snorra Eddu, heldur einnig á
Scef þann, er talinn er í upphafi Bjólfskviðu faðir Skjald-
-ar (Scyld Scefing). Annars er nafnið í ensku ættartöl-
unni og Bjólfskviðu venjulega sett í samband við sögn um
bað, að Sce(a)f hafi drifið í land á báti sofandi á korn-
visk (= sceaf = ensku sheaf; skylt ísl. skauf-hali, skúf-
ur), og er óvíst, hvort hægt er að tengja Langbarða kon-
ung við þá sögn. — Auk Svía og Langbarða eru Þyringar
°g Hetverjar kunnir úr sögunni; þeir bjuggu hvorir-
tveggja nálægt Rínarósum í Hollandi. Þegar Hugleikur
Gautakonungur féll (520), var hann í herför á hendur
Hetverjum. Höfðingjar þeirra heita Óður og Húnn, og
koma bæði nöfnin fyrir á íslenzku: hið fyrra sem Óðins-
Heiti (sbr. Heimskringlu), hið síðara sem sækonungsheiti
í þulum.
Síðast allra nefnir þulan þá Ölvi Dana konung og
Offa konung í Öngli. Er auðséð, ef litið er til baka yfir
Þuluna, að höfundur hennar hefir byrjað á hinum víð-
Hægustu konungum Germana, en endað á þeim, sem hon-
stóðu næstir: þeir konungar Dana og Engla.0) En
einnig hinum enska höfundi Wídsíðs eru Englar og Danir
kugstæðastir, því tekur hann þá sérstaklega til meðferðar
ú eftir þulunni. Kemur það, sem hann segir, vel heim við
nðrar heimildir enskar og norrænar. í Englandi er Offa
Setið í Bjólfskviðu og víðar, en í Danmörku í Saxo (Uffo)
°g öðrum heimiidum. Offi hefir ráðið Englum á seinni
hluta 4. aldar. Hét land þeirra á Öngli, og enn heitir Ang-
eln landið sunnan Slésvíkurfjarðar á austurströnd Jót-
lands. Á dögum Offa hefir ríkið þó verið víðlendara, eins
°g sjá má af því, að Offi setur landamæri þeirra gegnt
■Hyrgingum við ána Egðu. Ósar hennar voru í fornöld
kallaðir Ægisdyr (Egidor, Eideren), en Wídsíð kallar
Hjótið Fífel-dor, sem vera mundi Fífl- eða Fimbuldyr á
^slenzku.
Kftir sögn Saxos er Offi kolbítur, sem hefir sig fyrst
1 frammi, þegar hinir suðrænu grannar Engla, Saxar,
12