Skírnir - 01.01.1936, Side 180
178
Wídsíð = Víðförull.
[Skírnir
bjóða föður hans að gefa upp ríkið, eða ófrið að öðrum
kosti. Þá gengur Offi á hólm við konungsson þeirra Sax-
anna, þeir berjast á hólma í ánni Egðu og hefir Offi sig-
ur. Wídsíð segir, að hann hafi „sett merki“, þ. e. ákveðið
landamæri, gegn Myrgingum, hafa þeir því líklega verið
grein af Söxum (nafnið mun þvöa ,,Mýramenn“). En þar
sem kvæðið segir, að Englar og Sváfar hafi haldið landi
því, er Offi vann, þá sýnir það, að Sváfar hafa verið
grannar Engla og búið norðan Egðu, enda er nafn þeirra
varðveitt þar enn í dag í örnefninu Schwabstedt.
Á eftir Englum og Offa, sem varð forfaðir konungs-
ættarinnar í Mercíu (á Mið-Englandi), telur höfundur
Wídsíðs þá Danakonungana Hrólf og Hróar, sem frægir
eru úr Bjólfskviðu, Saxo og íslenzkum fornaldarsögum.
Danir hafa sýnilega verið grannar Engla áður þeir
fluttu til Englands um miðja 5. öld, og virðist hafa verið
vingott með þjóðunum; annars væri erfitt að skilja, hve
háan sess Danir skipa í hinum fornensku kvæðum. Á hið
sama bendir það og þegar Saxo hefur Danasögu sína með
bræðrunum Dan og Angul.
Það kemur og vel heim við dálæti þuluhöfundarins á
Dönum og Englum, að hinn landfræðilegi sjóndeildar-
hringur hans er að mestu bundinn við Eystrasaltslöndin
og Norður-Þýzkaland. Við Eystrasalt bjuggu með vissu
Danir, Sæ-Danir, Hækingar, Englar, Ylfingar, Hálf-
Hundingar, Helsingar, Glammar og Hólmrygir. Eyjar-
skeggjar gætu verið íbúar Eylands (Öland), Finnar
bjuggu við Helsingjabotn cg einhverjar leifar Gota
(Hreiðgotar) í héruðunum við Vístlu (Weichsel). f strand-
löndum Norðursjávarins bjuggu Sváfar, Myrgingar, Ýtar-
Jótar, Frísir og Hetverjar, og ef til vill Vernar-Varnar.
Merkilegt er að hann skuli ekki nefna Saxa, en líklega eru
Myrgingar brot af þeim þjóðflokki. Úr upplöndum Þýzka-
lands eru Búrgundar (og Beinungar), Langbarðar og
Frankar einu þjóðflokkarnir, sem þuluhöfundur þekkir,
en bæði Búrgundar og Langbarðar hafa með vissu flutt
sig úr strandlöndunum suður á bóginn. Frá (Hreið-)Got-