Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 181
Skírnir]
Wídsíð = Víðförull.
179
um hefir hann ennfremur sagnir af Gotum við Svarta-
haf, af Húnum og af austrómverska keisaradæminu. Loks
bekkir hann kannske einn eða tvo þjóðflokka í Noregi
(Röndunga, Vængi) og svo Svía. Af öllu þessu má ráða,
að hann hafi verið farmaður, eða haft vitneskju sína frá
farmönnum, sem kunnar voru siglingaleiðir um Norður-
sjó og Eystrasalt og vissu auk þess nokkuð af verzlunar-
(eiðunum suður Ríndalinn og suðaustur til Svartahafs.
Mjög svipaður er sjóndeildarhringur höfundar ann-
arar þulu, sem telur þjóðir einar, 54 alls, en 49, ef frá eru
d^egnar hinar austurlenzku þjóðir í 82.—83. línu, sem
fræðimönnum kemur saman um, að vera muni síðari tíma
mnskot í kvæðið. Af ógermönskum þjóðum nefnir þulan
Skota (á írlandi), Petta (á Skotlandi), Skriðfinna (í
Lapplandi), Vindur og Iduminga (slavneskar þjóðir sunn-
an og austan Eystrasalts), Rúmvala (í Rúmeníu?), Húna,
Serkinga og Seringa. Bæði þessi síðustu nöfn munu dreg-
ln af Serica, svo var Kína kallað í fornöld, en síðar færð-
lst nafnið yfir á þjóðir, sem vestar bjuggu, en þó í Aust-
urvegi frá Norðurálfu að telja: löndin sunnan Kaspiska
hafsins eða þar um bil. Á íslenzku voru þau kölluð Serk-
land. Hafa Gotar eflaust haft skipti við allar þessar aust-
ra=nu þjóðir, og þaðan gátu borizt fregnir af þeim til
Norðurlanda.
Germönsku þjóðunum, sem taldar eru í þulunni, skipt-
lr Malone í fjóra flokka. Eru í fyrsta flokki þjóðir á Jót-
Jandsskaga, á dönsku eyjunum, í Holtsetalandi og Sax-
e(fardalnum. Hér finnur Malone flestar þær þjóðir, er
^acitus telur dýrka gyðjuna Nerthus (o: Njörð, Germania,
kap.): Gefl-eyjar-[skeggja] (Auiones), Engla (Anglii),
^arna (Varini), Svarðverja (Suard[i]ones) og Ænena
(Unithones). Hyggur hann, að þær hafi á tímum Tacitus-
ar eða sögumanns hans búið kring um Limafjörð á Jót-
landi. Ennfremur teljast hér Saxar og Langbarðar, lík-
^ega þær leifar þjóðflokkanna, sem enn sátu í átthögun-
Uln við Saxelfi og í Holtsetalandi. Við Saxelfi búa enn-
12*