Skírnir - 01.01.1936, Síða 182
180
Wídsíð = Víðförull.
[Skírnir
fremur Aust-Þyringar efst, þá Víkingar (o: Höðbarðar),
en Myrgingar í vesturhluta Holtsetalands, Ongend-Myrg-
ingar og Hundingar í austurhluta þess. Fyrir norðan
Egðu eru Sváfar, Suður-Danir; á Mön eru Mœðir, en
Ven[d]lar og Höldar á Norður-Jótlandi. Loks teljast hér
líklega Seggir og Hranar. Seggir eru nefndir í Finns-
borgar-brotinu, annars ekki, en vera má að Hranar standi
í einhverju sambandi við það, að Hróar gengur í Iirólfs
sögu kraka undir dulnefninu Hrani.
í öðrum flokki eru þjóðir þær, er búa á meginlandi
Skandínavíu. Hér má fyrst telja Svía, Gauta oð Ljóna,
sem líklega hafa setið í Austur-Gautlandi. Þeirra er get-
ið í Ynglingatali, auk þess er nafnið manna heiti í þulum.
Þá eru Liðvíkingar; ætlaði Guðbrandur Vigfússon (og
Malone) að þeir væru Liðungar þeir, sem íslenzkir ann-
álar segja að búi í grennd við Osló. Þá eru Höðraumar,
Hei(ð)nir og Þrændur, vel kunnir norskir þjóðflokkar.
Amoðingar ætlar Malone að hafi búið í Ömd á Háloga-
landi; þar bjuggu forfeður Hlaða-jarla á 6. öld samkvæmt
Ynglingasögu (29. kap.). Hvar Daunar (Deanum) hafi
búið er óvíst; einhvers staðar í suðurhluta Skandínavíu.
í þriðja flokki eru þjóðflokkarnir á suðausturströnd-
um Eystrasalts: Hreiðgotar, Eystur, þ. e. Aust-Gotar,
Eolar (Ilvar, upp með Vístlu), Gefðar, Rygir, Glammar
og Ofdingar, sem allt er mjög óvíst um. Gefða kölluðu
latínskir rithöfundar Gepidae, þeir voru náskyldir Goturn
og sátu við Vístluósa á fyrstu öld eftir Krist, en fóru, eins
og þeir, alla leið suður á ítalíu og lentu þar um eða eftir
miðja 6. öld í brösur við Langbarða, eins og bráðum mun
vikið að.
f fjórða flokki eru þjóðirnar við Rín og þaðan af
vestar: Þyringar við Rínarósa, Frísir, Frankar, Persir,
íbúar héraðsins kring um París,10) og Frumtingar á Spám-
Af yfirlitinu sést, að 2. þulu-höf. hefir verið fullt eins
vel kunnugur á Norðurlöndum og hinn fyrsti, auk þess
sem hann líka er hundkunnugur suðausturströndum
Eystrasalts, kannske af eigin sýn. Merkilegt er það, að