Skírnir - 01.01.1936, Síða 183
Skírnir]
Wídsíð = Víðförull.
181
hann virðist hafa kunnað skil á þeim Háleygja-konungum
í Ömd (Hindö).
Inn í þessa þjóðaþulu hefir nú höfundur Wídsíðs
íleygað athugasemdum um þá konunga, er honum hafa
bótt sérstaklega merkilegir. Þannig getur hann um Gunn-
ar, konung Borgunda, í 65. línu, um Álfvin, konung Lang-
barða á Italíu, í 75. línu, og um Keisara Krikkja, þ. e.
Grikkja, í 75. línu. Er upplýsingin um Álfvin Auðunar-
son Langbarða konung einna merkust, því að hann er síð-
asti konungur, sem kvæðið getur um. Faðir hans Audoin
'— Eadwine — Auðunn réð fyrir Langbörðum á árunum
546—565 (hér um bil), en Alboin — Ælfwine — Álfvin
ríkti frá 565—572. Hann átti í brösum við Gefða-Gepidae,
°g segir Páll Djákni ágætar sögur af viðureign þeirra.
En aðalafrek hans var það, að hann lagði undir sig Italíu,
réði hann henni mestallri, nema Róm og fáum einum
borgum öðrum, þegar hann var drepinn. Kona hans var
af Gepida-ættum og réð hún honum bana í hefnd fyrir
frændur sína. Riðlaðist þá ríki hans, og ætla fræðimenn,
að þá hafi ýmsir fylgdarmenn hans horfið norður til sinna
f°rnu átthaga og borið þangað sagnirnar um afrek hans
°g Langbarða. Gæti það skýrt hvers vegna höfundur Wíd-
síðs gerir svo mikið úr honum í kvæði sínu.
Þá er loks komið að þriðju þulunni, sem telur kappa
eina, konunga og sagnhetjur.
Nöfnin í 112.—114. línu eru allt gotneskir höfðingj-
ar, að ætlun Malones, en mjög eru þau sum breytt frá
þeim myndum, er þau hafa í hinum gotnesku sagnaritum.
Háki ætlar Malone að sé sá Áki Örlungatrausti (sbr. Herl-
Jngar í sömu línu!), sem Þiðrekssaga segir frá; upphaf-
iega Achiulf, faðir Jörmunrekks konungs. Austgoti —
Ostrogotha — var einn af elztu konungum Gota (uppi um
^iðja 3. öld).
í línunni „Sekka sótti eg og Bekka, Sevil og Þjóð-
rek“ ætlar Malone að átt sé við Þjóðrek, konung Franka,
°g séu hin nöfnin úr sagnhringnum, sem um hann mynd-