Skírnir - 01.01.1936, Síða 184
182
Wídsíð = Víðförull.
[Skírnir
aðist (Wolfdietrich-sagnirnar). Ekki má blanda þessum
Bekka saman við Bekka, konung Beinunga, í fyrstu þul-
unni, og ekki vill Malone tengja þá við Bikka, hinn illa
ráðgjafa Jörmunrekks, í Snorra Eddu, eins og sumir
fræðimenn hafa gert. Aftur á móti er SevilJ illur ráðgjafi
í sögu Þjóðreks, og fylgir sú náttúra nafninu í Skjöldunga-
sögu (Sevill, bróðir Signýjar).
í næstu línu (116) kveðst Wídsíð hafa heimsótt Höð-
rek og Sifka, Hlöð (Hlíðe) og Angantý (Incgenþeow).
Sagnir um þessa kappa hafa geymzt bæði hjá Saxo og í
Hervararsögu og Heiðreks. Höðrekur (Heaþoríc) er vafa-
laust Heiðrekur, en nafnið hefir skolazt til í hinum nor-
rænu sögnum. Er það að fyrra bragði líklegra, að Wíd-
síð sjö öldum eldri, hafi geymt hið upprunalega nafn, en
svo styrkist það líka af sögnunum um bróðurmorð Heið-
reks í Hervararsögu. Þær minna á sögnina um það, er
Höður vegur Baldur, sbr. og Hæðcyn og Herebeald í
Bjólfskviðu. Malone hyggur, að þessar sagnir sé á sögu-
legum rökum byggðar, hafi bræðurnir, eins og í Bjólfs-
kviðu segir, verið gautskir konungssynir. Sifki (Sifeca)
hefir skipt kyni sem Sifka (kona) í Hervararsögu; nafn-
ið er notað um illan ráðgjafa í Þiðrekssögu, og í Her-
vararsögu svíkur Sifka elskhuga sinn. Malone tengii
Hlíðe í Wídsíð við Hlöð í Hervararsögu, ætlar hann að
Hréðel Gauta konungur í Bjólfskviðu sé hin sannsögulega
fyrirmynd. Á sama veg tengir hann Incgenþeow hér í
kvæðinu við Ongenþeow í Bjólfskviðu og Angantý í Her-
vararsögu.
í 117. línu eru taldir Langbarðar: Auðunn (sem áð-
ur er getið), Elsa er ókunnur, en Egilmundur og Hun[d]-
geir koma fyrir í sögnum Langbarða.
Úlfar og Ormar í 119. línu (Wulfhere, Wyrmhere)
koma fram bæði hjá Saxo og í Hervararsögu. Hér í kvæð-
inu eru þeir foringjar Hreiða (Hræðe) eða Hreiðgota, og
gæta þeir skóga þeirra Vístluverja fyrir innrásum „Atla
ljóða“, þ. e. Húna. Malone gizkar á, að þessar innrásir
Húna í lönd Hreiðgota hafi gerzt einhvern tíma á árun-