Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 186
184
Wídsíð = Víðförull.
[Skírnir
nú að minnsta kosti gerir Wídsíð að tízkukvæði, líkt og
Eddukvæði vor. Á þessum þjóðræknistímum mun það ekki
þykja ónýtt að heyra uppsprettulindir hinna germönsku
þjóða niða í vísuorðum kvæðisins. Hins vegar eru sam-
bönd kvæðisins svo laus og í mörgum greinum svo óviss,
að það verður ávallt ríkjandi tízku bundið, hvernig menn
hnýta þá þræði saman. Jafnvel nú er langt frá því, að
fræðimönnum komi saman um mörg atriði kvæðisins; hér
hefir verið farið eftir skoðunum Malones. Af öðrum nú-
lifandi fræðimönnum, sem um kvæðið hafa fjallað, má
nefna R. W. Chambers í Englandi, R. Much í Þýzkalandi,
G. Schútte í Danmörku, sjá bækur hans: Oldsagn om God-
tjod (1907), Vor Folkegruppe: Gottjod (1926), þýdd á
ensku, Our Forefathers I—II (1929—33). Á sænsku hef-
ir kvæðinu nýlega verið snarað af K. F. Sundén: Den
fornengelska Dikten Widsið. Þeir, sem frekari fræðslu
óska, ættu að fá sér útgáfu Malones, þar er meðal annars
skráð allt, sem um kvæðið hefir verið ritað, stórt og smátt.
Um þýðinguna mætti segja nokkur orð, einkum með-
ferð nafnanna. Eg hefi sælzt til að snúa þeim á íslenzku,
og þá oftast nær í það form, sem þau hafa í íslenzkum
ritum (Jörmunrekkur, Angantýr, Hlöður). Stundum hefi
eg snúið þeim í það form, sem þau mundu hafa haft á ís-
lenzku, ef nafnið hefði ekki breytzt í meðförum (Höðrek-
ur, Heimi), og það hefi eg venjulega gert, ef nafnið er
óþekkt í íslenzkum ritum (Myrgingar, Vœngir, Fimbul-
dyr). Önnur hefi eg látið standa (Cælic, Eolum) af því að
óvíst var, hvernig þau myndu hljóða á íslenzku. Vona eg,
að menn virði ósamkvæmni þessa á hægri veg. Að öðru
leyti reyndi eg að láta eins mikið af orðalagi kvæðisins
haldast eins og íslenzkan þoldi, án þess að verða um of
óljós. Ekki efast eg um, að hagyrðingar og skáld muni
gera hér betur, enda ættu þeir að taka sig til og snara
öllum ensku hetjukvæðunum og fyrst og fremst Bjólfs-
kviðu á íslenzku. Geti þýðing mín leiðbeint til rétts skiln-
ings á kvæðinu, þá er mér nóg.