Skírnir - 01.01.1936, Side 187
Skírnir]
Wídsíð = Víðförull.
185
Wídsíð.
Víðförull mælti — varp fram orðum —
sá er flest fólklönd um farið hafði,
vitjað lýða lengst: en að launum þegið
munfagrar meiðmar. Rakti hann til Myrginga
5 ætt og aðal. — Hann, með Ealhhildi,12)
ágætri frú, í fyrsta sinni
Hreiðkonung lét heim um sóttan,
austan af Öngli,13) Jörmunrekk,
ýgan eiðrofum. Yppti hann þá ræðu:
10 „Fjöld veit eg jöfra fólkum valda;
skyldi drottna hverr í dyggðum lifa,
(jarl að öðrum óðulum ráða)
sá er hástól konungs hafa vili.
Þeirra var. Hvali hverjum betri,
15 en Alexander allra ríkastur.
Hans var með þjóðum þrifnaður mestur,
þeirra er eg of foldu fregið hefi.
^tli rgg Húnum, Jörmunrekkur Gotum,
Bekki Beinungum, Borgundum Gjúki.
20 Keisari (Kíar réð) Grikkjum, og Cælic Finnum,
Högni Holmrygjum og Heðinn Glömmum,
Vitti réð Sváfum, Vaði Helsingum,
Maki Myrgingum, Mark Hálf-Hundingum.
Þjóðrekur réð Frökkum, Þilir Röndungum.
25 Breki Bröndungum, Billingur Vernum.
Ásvinur réð Ey[verjum], og Ýtum Gefúlfur,
Finnur Fólkvöldungur Frísa kyni.
Sigarr lengstum Sæ-Dönum réð,
Hnefi Hækingum, Hjálmur Ylfingum,
30 Valdur Vængjum, (V)óður Þýringum,
Sæferð Skeggjum, Svíum Angantýr,
Skaftarr Ymbrum, Skaufi (Sceafa) Langbörðum,