Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 188
186
Wídsíð = Víðförull.
[Skírnir
Húnn Hetverjum og Holinn (V)rosnum,
Hringvaldur var heitinn Herfara konungur.
35 Offi réð Öngli, Ölvér Dönum.
Sá var þeirra harra hugaðastur allra;
eigi þó af Offa að afrekum bar,
því Offi vann allra fyrstur,
sveinn korn-ungur konungríkja mest.
40 Jafnaldri engi afrek meiri
siklingi vann. Sverði einu
merki hann setti gegn Myrgingum
við Fimbuldyr. En framvegis héldu
Englar og Sváfar, svo sem Offi vann.
45 Hrólfur og Hróarr héldu lengstum
sátt með sifjum, svarnir frændur,
síðan er þeir vógu Víkinga kyn
og Ingjalds afla hrundu,
hjuggu að Hjartar [höll] Höðbarða lið.
50 Svo fjöld of fór eg framandi landa,
ginnvíða grund. Gott og illt bæði
þar eg kannaði, kynsmönnum sviptur,
frændum fjarri, fylgda eg [ríkum mönnum].
Því má eg kveða og kenna spjöll,
55 mæra fyrir mengi í mjöðranni,
hve mig kyngóðir kostum gæddu.
2. i»uia] gg var meg Húnum, og með Hreið-Gotum,
með Svíum, og með Gautum, og með Suður-Dönum.
Með Ven[d]lum eg var, og með Vörnum,
og með Víkingum.
60 Með Gefðum eg var, og með Vindum,
og með Gefl-eyjar [-skeggjum]-
Með Englum eg var, og með Sváfum,
og með Ænenum-
Með Söxum eg var, og með Seggjum,
og með Svarðverjum.
Með Hrönum eg var, og með Daunum,
og með Höð-Raumum.
Með Þyringum eg var, og með Þrændum,