Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 189
Skírnir]
Wídsíð = Víðförull.
187
65 og með Borgundum: þar eg baug of þá;
gaf mér þar Gunnar glæstar meiðmar,
kvæðislaun góð; var-a konungur sínkur.
Með Frönkum eg var, og með Frísum,
og með Frumtingum.
Með Rygjum eg var, og með Glömmum,
og með Rúmvölum.
70 Svo var eg og á Ítalíu með Álfvini;
þeim var manna, að mínum spurnum,
léttust mund til lofs að vinna,
hjarta óhnöggvast hringum að deila,
björtum baugum, barni Auðunar.
75 Með Serkingum eg var, og með Seringum.
Með Krikkjum eg var, og með Finnum,
og með Keisara,
þeim er vín-borga vald of átti,
vildar veizlur og Vala ríki.
Með Skotum eg var, og með Pettum,
og með Skriðfinnum.
80 Með Liðvíkingum eg var, og með Ljónum,
og með Langbörðum.
Með Hei(ð)num, og með Höldum,
og með Hundingum.
Með ísraelum eg var, og með Assýringum,
með Ebreum, og með Indum, og með Egyptum.
Með Mœðum eg var, og með Persum,
og með Myrgingum,
85 með Ongend-myrgingum, og með Ömdungum.
Með Aust-Þýringum eg var, og með Ofðingum,
með Eolum, og með Eystum, og Idumingum.
Enn var eg með Jörmunrekki öllum stundum,
þar mig Gotna konungur góðu sæmdi,
90 sá mér baug of gaf, borgverja drottinn,
er sex hundruð stóð í smeittu gulli,
skírra skattpeninga að skildinga-tölu;
þann eg Auðgilsi til eignar seldi,
mínum hlé-drottni, er heim of kom eg.