Skírnir - 01.01.1936, Side 190
188
Wídsíð = Víðförull.
[Skírnir
95 Ljúfum að launum þess að landi hann mig gæddi,
föðurleifð minni, fylkir Myrginga.
Annan gaf mér Ealhhildur Auðunardóttir
seggja drottning [svanna dýrust].
Bar eg lof hennar á landa fjöld,
100 þá er eg í Ijóði lýsa því skyldi,
hvar eg undir röðli ríksta vissa eg
gullhroðna drottning gjöfum skipta.
Þá er við Skillingur skærri röddu
sig-drottni vorum söng upp hófum,
105 hátt við hörpum, hljómur varð gjallur:
það kváðu þá margir mætir rekkar,
orð um fannst þeim, er allvel kunnu,
að aldregi sælli söng þeir heyrðu.
Þaðan nam eg hvarfa um heimlönd Gotna —
110 sótti eg á sinnum seggi hina beztu —
það var allt inndrótt Jörmunrekks!
3. i»ui»] sótti eg, og Böðka, og Herlinga.
Emerka sótti eg, og Friðla, og Austgota,
fróðan og góðan föður Óvæns.
115 Sekka sótti eg og Bekka, Sevil og Þjóðrek,
Höðrek og Sifka, Hlöð og Angantý.
Auðun sótti eg og Elsa, Egilmund og Hun[d]geir,
og þá ina vösku drótt Viðmyrginga.
Úlfar sótti eg og Ormar: orustum þeir vöndust,
120 þá er Hreiða her hörðum sverðum
um viðu Vísla verja skyldi
aldin óðalsetur Atla ljóðum.
Ráðar sótti eg og Randar, Rúmstein og Gíslar,
Viðurgjald og Friðrik, Viðga og Heima.
125 Sízt voru þessir seggir verstir,
en þótt eg þá nú fyrst nefna mundi;
oft úr hópi þeim hvínandi fló
geir gjallandi á grama þjóðu;
Rekkar þar réðu rauðum baugum,
130 verum og vífum, Viðgi og Heimir.
Víst mér svo reyndist á vegferð langri,