Skírnir - 01.01.1936, Síða 191
Skírnir]
Wídsíð = Víðförull.
189
að sá mun ljúfastur landbúendum,
er guð vill veita gumna ríki
vel að valda meðan í veröld þreyir“.
135 Svo munu skáld að sköpum hvarfa,
gumnum gamna um grundir víða,
þarfir inna, þakkir gjalda,
ávallt í austri eða vestri14) einhvern munu þeir hitta
glöggvan á gaman, gjöfum óhnöggvan,
140 þann er fyrir lofðum vili lofstír vinna,
drengskap drýgja, unz dáðir þverra,
líf með ljósi; lof mun sá vinna,
hafa undir himnum hæstan dóm.
T i 1 v i t n a n i r.
1) Bezta heildaryfirlit yfir forngermanskan skáldskap er:
Heusler, Die Altgermanische Dichtung, 1924 (í Walzels Hand-
buch der Literaturwissenschaft).
2) Waldere, ed. by F. Norman. London, Methuen & Co., 1933.
3) Deor, ed. by Kemp Malone. London, Methuen & Co., 1933.
4) Venjulega útg. með Bjólfskviðu.
5) Einhver bezta útgáfa kvæðisins er: Beowulf and the Fight
at Finnsburg, by Fr. Klaeber. 2. ed. New York, D. C. Heath & Co.,
1928, 3. ed. 1936. Ágæt er og bók R. W. Chambers: Beowulf, An
Introduction to the Study of the poem. 2. ed. Cambridge, Univ.
Press, 1932.
6) Angantýr þessi hefir verið settur í samband við Angantý
úr Bólm, sem Örvar-Oddur og Hjálmar inn hugumstóri börðust við.
7) Widsith, edited by Kemp Malone. Methuen & Co. Ltd.,
London [1936] = Methuen’s Old English Library A. 5. — Bezta
ntgáfan fram til þessa var: Widsith, a Study in Old English Heroic
Legend, by R. W. Chambers. Cambridge, Univ. Press, 1912. Ágæt
t>ók, og enn ómissandi til samanburðar.
8) Malone ætlar, að það nafn sé fornt.
9) Danski sagnafræðingurinn Gudmund Schiitte hefir fund-
lð> að þetta er algild regla: menn byrja í upptalningum á því al-
uienna, alþekkta og enda á því, sem hefir mest sérstakt gildi, stend-
ar manni næst.
10) Hugsanlegt væri að lesa Versir, og gæti þá verið átt við
íbúana á Vors í Noregi.