Skírnir - 01.01.1936, Page 193
Kaupstaðarferð.
Eftir Theodoru Thoroddsen.
Það var árið 1870, að eg fékk í fyrsta sinn að fara í
kaupstaðinn; eg var þá sjö ára og yngst okkar þriggja
systkinanna. Þau höfðu bæði fengið að fara árið áður, og
gerðu foreldrar okkar það gustukaverk, að lofa mér að
fara Hka. Það var tæpast að eg tryði því sjálf, að slíkt
eftirlseti biði mín, þegar búið væri að messa. Eg tók víst
lítið eftir predikuninni hans föður míns sunnudaginn
^aim, fannst hún víst óþarflega löng, og léttstíg var eg
frarn kirkjugólfið, þegar meðhjálparinn hringdi til út-
göngu.
Hestarnir okkar stóðu söðlaðir á hlaðinu, og þegar bú-
Var að gefa kirkjufólkinu kaffið, færði mamma okkur
1 reiðfötin og við riðum ofan til sjávar. Það var örskammt,
aðeins hálftíma reið, eða varla það. Þar beið okkar skip
°g menn, því að nú átti að fara sjóveg í kaupstaðinn.
Skip hafði eg aldrei séð önnur en spannar langar
kænur, sem bróður mínum voru stundum gefnar að leik-
f&ngi og við sigldum á bæjarlæknum heima.
Þetta var líka í fyrsta skipti, sem eg sté fæti í fjöru,
®a ^árurnar koma utan víkina hvora á eftir annarri, alla
eið upp að hleininni, brotna þar, sogast út, og byrja á
^yjan leik. Það þótti mér skrítinn eltingaleikur. Eg var
^edd fram til dala og dvaldi þar 6 fyrstu ár æfinnar, en
ha fluttist faðir minn í annað prestakall, sem var nær
sJónum og kaupstaðnum.
Foreldrar mínir stigu á skip, og formaðurinn, sem