Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 194
192
Kaupstaðarferð.
[Skírnir
var einn af sóknarbörnum föður míns, greip mig í fang
sjer og sagði: „Það er bezt eg fleygi þér út í, hróið mitt“,
og fyrr en eg leit við, hafði hann lyft mér yfir borðstokk-
inn og sett mig í kjöltu móður minnar. Þegar allir voru
komnir út í, ýtti formaðurinn frá landi og sveiflaði sér
um leið upp í skipið. Þegar komið var vel á flot og búið
að snúa skipinu, voru árarnar lagðar upp, og allir lásu í
hljóði sjóferðabænina. Eg kunni hana ekki, en landferða-
bæn kunni eg og hefi sennilega tautað hana í barm mér,
eg man það ekki. Eftir svo sem eina eða tvær mínútur
setti faðir minn upp hatt sinn og sagði „góðar stundir",
og sama gerðu skipverjar, og nú var tekið til áranna, því
að logn var á, svo að ekki varð siglt.
Þeir einir, sem um hásumar hafa farið milli eyjanna
á Breiðafirði sunnanverðum, geta borið um, hve margt
og dýrðlegt það er, sem ber þar fyrir augu, því verður
aldrei lýst, svo að í lagi sé. En þessi fyrsta sjóferð mín er
mér svo minnisstæð, að mér er enn sem eg sjái eyjarnar
grasi vafðar, hvítar af æðarblikum, sem sátu þar konun-
um sínum til skemmtunar, þar sem þær lágu á eggjunum
í brennheitu dúnhreiðrinu, og rétt svo, að þær gáfu sér
tíma til að skreppa stöku sinnum í sjóinn til að baða sig
og gleypa skelfisk til að sefa mesta hungrið.
Loftið var krökkt af sjófuglum, kríum, ritum, teist-
um, máfum, veiðibjöllum og fleiri fuglategundum en eg
man upp að telja. „Og þetta er nú hann nafni minn >
sagði pabbi og benti mér á fuglahóp, sem synti skammt
frá skipinu; þeir voru svartir á baki með hvíta bringm
gráa vanga, rauðar lappir og nefið röndótt, rautt, hvítt,
grátt og svart. Fuglinn heitir lundi, en er oft í skopi kalÞ
aður prestur eða prófastur. Sennilega er það dregið af
svörtu kápunni hans og hvítu bringunni, eða öllu heldur
af því, að hann þykir minna á tón ósöngvinna klerka, er
hann kyrjar o-o-o-ið sitt.
Þá varð mér ekki lítið um, er eg sá stórt, grátt höf-
uð koma upp úr sjónum spölkorn fyrir aftan skipið og