Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 195
Skírnir]
Kaupstaðarferð.
193
stinga sér jafnharðan aftur. Eg spurði mömmu, hvaða
ófreskja þetta hefði verið.
,,Það var engin ófreskja“, sagði mamma, „það var
selur, hann er að elta rauða klútinn þinn, honum þykir
svo fallegur rauði liturinn, greyinu. Líttu á, þarna kemur
hann aftur“. Nú sá eg hann betur. Hann teygði upp haus-
inn, með löngu kömpunum, og nú kom allur skrokkurinn
upp úr sjónum. Það stirndi á hann grádröfnóttan og gljá-
undi í sólskininu. Svo setti hann sig í kút og stakk sér.
„Sjáið þið, krakkar, þarna er svartbakurinn að vekja
Kobba“, sagði pabbi og benti okkur á veiðibjöllu, sem
nenndi sér með gargi miklu niður að einu skerinu, og í
sömu andránni bröltu sjö selir ofan úr því og steyptu sér
t sjóinn.
Okkur var forvitni á að vita, hvernig stæði á þessari
■Sreiðvikni svartbaksins, sem er annars versti ránfugl í
varpi, gleypir litlu æðarungana lifandi og gerir fleiri
spellvirki. Var okkur sagt, að það væri í samningum milli
selsins og svartbaksins, að hann skyldi vekja selinn, ef
hann svæfi á skeri og mannaferð væri í námunda. En sel-
Ul’inn skyldi þar á móti láta það ógert, að glefsa í tærnar
u veiðibjöllunni, er hún settist á sjóinn eða stingi sér.
Það segir sig sjálft, að þar sem svo er krökkt af eyj-
um og skerjum sem á Breiðafirði, að þar muni vera
straumþungi í sjó. Má og segja, að straums gæti þar í
^verju sundi, þótt þeir séu misharðir. Sumir eru sem
harður árstraumur og ógerningur að fara þá móti straum
«ða þegar mjög er lágsjávað. Eg hafði ekki vit á að sjá,
að hér væri nein hætta á ferðum, enda bar ekki á, að neinn
væri hræddur við að renna í strauminn. Breiðfirðingar
eru kunnugir þeim kumpánum og rata tíðast leiðina milli
skers og báru. Hitt man eg, hve gaman mér þótti, er
straumurinn tók okkur og við bárumst með flughraða
langar leiðir.
»,Þarna sérðu Helgafell, þar sem hann Snorri goði
hjó“, sagði mamma og benti mér til suðurs.
Það er undarlega fallegt, Helgafellið. Móti norðri er
13