Skírnir - 01.01.1936, Side 196
194
Kaupstaðarferð.
[Skírnir
berg mikið, en atlíðandi með gras- og lyngbrekkum móti
suðri. Þeir voru furðu glöggir á margt, sem fagurt var,
fornmennirnir, og hugsuðu ekki um hlunnindin ein, er
þeir völdu sér býlin.
Um landnám Þórólfs Mostraskeggs segir Eyrbyggja
meðal annars svo: Þórólfur kallaði Þórsnes milli Vigra-
fjarðar og Hofsvogs. I því nesi stendur eitt fja.ll. Á því
fjalli hafði Þórólfur svo mikinn átrúnað, að þangað skyldi
enginn maður óþveginn líta, og engu skyldi tortíma úr
fjallinu, hvorki fé né mönnum, nema sjálft gengi brott.
Það fjall kallaði hann Helgafell, og trúði að hann mundi
þangað fara, þá er hann dæi, og allir á nesinu hans
frændur.
Sunnan undir fellinu stendur bærinn Helgafell. Þann
bæ reisti fyrstur Þorsteinn þorskabítur, sonur Þórólfs.
Seinna bjó þar Snorri goði, sonarsonur Þorsteins, einn
hinn mesti spekingur sinna tíma. Hann hafði miklar mæt-
ur á fellinu, og þangað gekk hann einn saman, er honum
þótti úr einhverju vöndu að ráða. Þar fann hann ráð til
að leysa vandræði vina sinna, og þar bruggaði hann vél-
ráð, er riðu óvinum hans að fullu.
Hvort andi Snorra svífur þar enn yfir vötnunum
skal eg láta ósagt, en fram á þennan dag er það trú Breið-
firðinga, að hver sá, er stöðuglyndi hefir til að ganga svo
upp á Helgafell í fyrsta sinn, að hann líti aldrei við, eigi
vísa ósk, er upp er komið, og eg þekki fleiri en einn, er
orðið hefir að þessari trú sinni.
„Þá förum við nú að nálgast kaupstaðinn“, sagði for-
maðurinn, þegar við sveigðum fyrir Svartatanga og inn
á höfnina, „og þarna er Gvendur gamli Öskurauður á
fleytunni sinni að róa út í þarann eftir smáfiski, þó að
sunnudagur sé“.
„Víkingar fara ekki að lögum“, sagði faðir minn og
brosti, „enda er nú dagur að kvöldi kominn og helgin að
fjara út, og hann þarf að bjarga sér, karlanginn“.
Við lentum við litla trébryggju, sem gekk lítið eitt
fram í sjóinn, kvöddum skipverja og gengum upp í kaup-