Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 198
196
Kaupstaðarferð.
[Skírnir
Gvöndur hefði getað troðið sér út og inn um þessar
gluggaholur.
Glugga-Gvöndur var raunar sýslumaður í Snæfells-
nessýslu á dögum kóngsverzlananna, og hét Guðmundur
Sigurðsson. Á þeim árum voru vörubirgðir þær, er óseld-
ar voru að haustinu, læstar niður, og innsigli konungs
sett fyrir búðardyrnar. Þó hafði valdsmaður héraðsins
heimild til að brjóta innsiglið og afhenda vöru í lífsnauð-
syn. Nú var það eitt sinn, að bjargarskortur var mikill
manna á milli, vildi þá sýslumaður nota vald sitt og gera
mönnum úrlausn. En til þess að láta innsigli konungs
ósnert, tók hann það ráð, að losa um einn gluggann og
skríða þar inn, og afhenda svo vöruna út um gluggann.
Fékk svo það að launum, að vera upp frá því kallaður
Glugga-Gvöndur.
Eg man ekki, hvort mamma leysti úr spurningu
minni, því að nú komum við að sölubúð kaupmannsins.
Þar var bjart og þar voru margar hillur fullar af útlendri
álnavöru. Á miðju gólfi var borð og undir því mörg drag-
hólf full af kaffi, sykri, skonroki, kringlum, tvíbökum og
mörgu öðru sælgæti, sem sjaldséð var í sveitinni. UpP
undir loftinu hengu alls konar búshlutir úr leir og málini)
og í einu horninu stóðu þrjár ámur miklar á stokkum og
krani í frambotninum. Mér var seinna sagt, að í þeim
væri brennivín, romm og messuvín. Þetta voru þau vínin,
sem mest voru drukkin á þeim árum, almenningi til lík-
amlegrar og andlegrar viðreisnar.
Eitt með öðru, sem eg undraðist, var hvað allir voru
vel búnir. Frúrnar, sem mamma kom til, voru flestar i
lérefts- eða taukjólum, og stelpur á mínu reki á lérefts-
kjólum, með stígvélaskó á fótunum. Eg stóð þeim raunai'
flestum á sporði hvað fatnaðinn snerti, en eg var líka i
beztu fötunum mínum, en mér varð að hugsa til pilsgop-
ans og úlpunnar, sem eg var í, þegar eg sat hjá kúnuxn
eða var í hestasnatti heima, og þá varð munurinn mikill-
Mér lá við að öfunda þessi kaupstaðarbörn, sem alltaf
voru fín, því að nærri mátti geta, hvernig sparifötin þeirra