Skírnir - 01.01.1936, Side 200
198
Kaupstaðarferð.
[Skírnir
þótti hún et mesta göfugkvendi“, segir í Eyrbyggju. Nú
er Borgardalur hálffylltur af urð og skriðum, sem runnið
hafa úr fjallinu, og vegurinn liggur miklum mun neðar.
Við komum heim um miðaftansleytið og þá var þess-
ari ferð minni lokið. Hún hafði verið óslitin gleðistund
frá upphafi til enda, sem mér verður ávallt ljúft að
minnast.
Seinna fór eg árlega til Stykkishólms, og var þar
jafnvel tíma og tíma hjá frændfólki mínu. Það varð að
vonum, að dýrðarljóminn, sem eg sá þar á öllu, þegar eg
kom þangað sem barn í fyrsta skipti, vildi renna af, en
náttúrufegurðin var alltaf söm og jöfn í mínum augum,
og á uppvaxtarárum mínum voru þar fræðimenn og menn-
ing eigi alllítil.
Fyrir níu árum kom eg í Stykkishólm. Þá hafði eg
ekki þar komið síðustu 30—40 árin. Það, sem eg saknaði
jafnskjótt og eg sté á land, var Stykkið. Hvað var orðið
af því? Viti menn. Það var undir fótum mér. Hagsýni
mannanna hafði hér komið til skjalanna og notað það í
undirstöður undir hafskipabryggju, sem byggð var úr
landi og fram á það. En hvað þetta var ljótt, og til stórra
lýta á bænum, en slíku er að venjast, þegar mannshöndin
fer að gera glundroða í byggingarfræði náttúrunnar. —
Annars undraðist eg, hve litlar breytingar voru þar a
orðnar á svo löngum tíma. Flestöll húsin, sem eg sá þar i
æsku, stóðu enn óbreytt. Nokkur ný hús höfðu bætzt við
hér og þar um höfðana, en ekki voru þau ýkja mörg og
engin með nýtízku þægindum.
Eg kom inn í tvær, þrjár búðir. Þar voru allar vöru-
tegundir seldar í sömu búðinni, rétt eins og áður, en allt
fannst mér þar smávaxnara en forðum daga, og engar
voru ámurnar í búðarhorninu, ekki einu sinni messu-
vínsáman.