Skírnir - 01.01.1936, Page 202
200
Munur karla og kvenna.
[Skírnir
urð og virðist, þegar hún er sett við hliðina á karlmanni,
flatbrjósta, brjóstamikið, stuttleggjað og kiðfætt afbrigði".
Má vera, að Schopenhauer hafi ýkt myndina. En allir get-
um vér verið sammála um það, að þó að vaxtarlag hins
veikara kyns sé vel lagað til að ala börn og fóstra, þá er
það til verulegrar tálmunar við mörg störf — bardaga,
drátt eða veiðar.
Hin andlegu sérkenni kvenna eru óljósari. Við fyrstu
sýn virðast kynin líta næsta ólíkt á heiminn, eftir því sem
þau koma fram meðal siðaðra þjóða. Konan klæðir sig
eftir sínum sérstöku reglum, máluð, ilmuð og vandlega
liðuð, og gerir, þannig með brögðum kynmuninn meiri en
dæmi eru til með öðrum hryggdýrum. Sál hennar hefir
raunar allt af verið karlmönnunum leyndardómur og
gátu. Margir hafa þótzt finna ráðninguna; en skýringar
þeirra hafa venjulega verið dregnar af einhverri skyndi-
kenningu sjálfra þeirra og fremur byggðar á getgátum
en staðreyndum.
Einföldust allra skýringa er sú, sem telur, að hinn
andlegi mismunur sé eingöngu sprottinn af áhrifum þjóð-
skipulagsins. Hún kemur skýrast fram í bók John Stuart
Mills, Kúgun kvenna, — riti, sem einu sinni var talið testa-
menti kvenréttindahreyfingarinnar. Þar er því haldið
fram, að þar sem karlmennirnir fari í stríð eða stundi
viðskipti, sitji konurnar heima og gæti bús og barna. Þess
vegna verði konurnar klíka sér og karlmennirnir myndi
eins konar leyni-bræðralag. Af hinu sérstaka starfi hvors
flokksins fyrir sig leiði það, að sérstakar venjur myndist.
Ef menning framtíðarinnar hefði það í för með sér, að
karlar og konur blönduðust og fengju jafna aðstöðu, sama
klæðnað, sömu atvinnu, sama uppeldi, þá mundi hinn and-
legi mismunur þeirra í raun og veru hverfa. Eftir þessari
skoðun er meðfæddur mismunur aðeins hjóm; hitt er kom-
ið af uppeldi og venjum.
Önnur kenning játar forsendunum, en neitar álykt-
uninni. Hún segir, að úr því að þessar aðstæður hafi mót-
að kynin kynslóð eftir kynslóð, þá hljóti venjurnar að lok-