Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 203
Skírnir]
Munur karla og kvenna.
201
Ul*i að hafa orðið inngrónar og séu því áreiðanlega ætt-
gengar. Að þeirri skoðun hallast Darwin; og Lombroso,
ítalski glæpafræðingurinn, færði hana út í einstökum at-
riðum. Það er nú samt engin sönnun fyrir því, að áunnir
eiginleikar verði nokkru sinni arfgengir með þessum
hsetti, að minnsta kosti að nokkru ráði; og ennfremur,
jafnvel þótt þeir væru ættgengir, þá yrðum vér að spyrja,
hvers vegna mæðurnar skila kveneðli sínu aðeins til
úætranna og feðurnir karleðli sínu aðeins til sonanna, þar
sem synir og dætur eru jafnt afkvæmi beggja kynjanna.
Þriðja skýringin, sem Darwin sjálfur lagði meiri
^herzlu á, er kenningin um makavalið. Á tímum villi-
^iennskunnar má gera ráð fyrir, að sterkustu og bardaga-
gjörnustu hellismennirnir hafi hertekið konur og að
feimnustu og fegurstu helliskonurnar hafi gengið mest í
augun á karlmönnunum. Ef ættgengi kynseinkennanna
hefir verið þannig, að þau greindust eftir Mendelslögmáli,
Þá getum vér skilið, að styrkur og bardagafýsn voru
áfram karlmannseinkenni, en fegurð og kænska einkenni
hvenna. Og reyndar heldur einn höfundur því fram, að
honur hafi minni vitsmuni en karlar af því að bláhosur
giftist sjaldan.
Fjórða skýringin, sem aðallega er kennd við Herbert
sPencer, gerir ráð fyrir því, að bæði kynin erfi nokkurn
Veginn sama eðlið, en að breytingin á kynfærum konunn-
ar á kynþroskaárunum valdi því, að hún nái ekki fullum
hroska. Konan er þannig að dómi Spencers að nokkru
leyti óþroskaður maður eða manns efni og er meira í ætt
við barnið eða villimanninn.
Síðasta skýringin, sem þeir prófessorarnir Geddes og
Thomson hafa sett fram, er miklu róttækari. Hún er sú,
að efnafarið í líkömum karla og kvenna sé frá upphafi
Vega gerólíkt. Kynfruma karlmannsins er lítil og ötul;
hynfruma konunnar stór og treg. Á máli efnafræðinnar,
hin fyrrnefnda gefur frá sér orku, hin síðarnefnda safn-
ar orku. Og þessi lífeðlismunur kynfrumanna halda þeir
að komi fram í líkum mun á líkamslögun og lundarfari.