Skírnir - 01.01.1936, Side 204
202
Munur karla og kvenna.
[Skírnir
Karlmaðurinn er gerandi, konan þolandi; karlmaðurinn
er hugkvæmur, konan viðtæk; karlmaðurinn er rökvis,
konan geðnæm; karlmaðurinn hugsar um sjálfan sig, kon-
an um afkvæmi og ætt. „Konan er ekki óþroskaður karl-
maður, heldur öðru vísi gerð“, eins og Tennison kvað að
orði. Hvorugt kynið er hinu óæðra til sálar eða líkama;
hvort er annars jafningi og andstæða.
Skoðanir vísindamanna jafnt og allrar alþýðu voru
til skamms tíma aðallega byggðar á ályktunum af kenni-
setningum, ef til vill studdum af heimspekilegum eða líf-
fræðilegum tilgátum. Sálarfræði nútímans vill heldur
prófa slíkar kenningar með ákveðnum tilraunum. Nú á
dögum getum vér nákvæmlega og auðveldlega mælt mun
á sálarlífi manna með völdum prófum. Þúsundir drengja
og stúlkna, hundruð karla og kvenna hafa verið prófuð;
og mælingarnar hafa verið vandlega rannsakaðar með
stærðfræðilegum aðferðum.
Vér skulum fyrst taka lægstu stig sálarlífsins og
byrja með einfaldri hreyfingu. Á vöðvaafli karla og'
kvenna er munurinn óyggjandi. Við fyrstu rannsóknirn-
ar, sem Sir Francis Galton gerði fyrir svo sem fimmtíu
árum, kom það í ljós, að meðalkarlmaður var nálega tvö-
falt sterkari en meðalkona. Athugavert er þó, að síðan
konur fóru að leggja meiri stund á íþróttir og útilíf, hefir
munurinn talsvert minnkað. Á hreyfingarhraða er mun-
urinn ekki eins mikill. I vöðvaleikni — sem er æðra og
samsettara starf — er munurinn minni og mismunandi
eftir því, hvert verkefnið er. Almenningsálitið telur kon-
una þar fremri; en það er eflaust of fljótráðið. Af því að
konur stunda nú mjög sauma, ísaum, knipplingagerð,
hraðritun og vélritun, þá halda menn, að þær hljóti að
vera gæddar sérstakri fingrafimi. Það er víst, að truflun
á hinni næmari stjórn vöðvanna er sjaldgæfari meðal
kvenna og stúlkubarna: að reka í vörðurnar, stama, vera
rangeygður og að vera örvhentur er miklu tíðara með
drengjum og fullorðnum karlmönnum. En í tilraunastof-
um reynast bæði drengir og fullorðnir karlmenn fremri i