Skírnir - 01.01.1936, Page 205
Skírnir]
Munur karla og kvenna.
203
flestum prófum á handlægni, sem ekki er komin af iðkun
og æfingu.
Víkjum nú frá hreyfingunni að skynjaninni og byrj-
um enn á því, sem einfaldast er. Snertiskyn kvenna er ná-
lega tvöfalt næmara en karla. Snertiskynið er nálega eini
hæfileikinn, sem börn hafa skarpari en fullorðnir og
villimenn eru fremri siðuðum mönnum í. Hér er því eitt
átakanlegt dæmi þess, að konan líkist bæði barni og villi-
manni. Vöðvaskynið — er gefur vitneskju um hreyfingu,
stöðu og þyngd (og oft er ruglað saman við snertiskyn-
ið) — er efalaust næmara með körlum en konum.
Um sársauka eru skoðanir nokkur skiptar. Tann-
læknar, skurðlæknar og hjúkrunarkonur í sjúkrahúsum
eru nálega samróma um það, að konur beri þjáningar
bolinmóðlegar en karlar. En það á eflaust rót sína í mis-
uiun lundernisins, eða ef til vill í vana, fremur en í því,
að grundvallarmunur sé á sjálfum næmleikanum. í próf-
um á tilraunastofum eru konur venjulega næmari fyrir
sársauka alveg eins og fyrir snertingu. Konur þola líka
betur kulda. En hér er skýringin líkamleg fremur en sál-
fræðileg: konur þurfa minni klæðnað blátt áfram af því,
að þær eiga sér þykkari hjúp af fitu.
Ilman og smekkur eru þroskaðri skyn, og þar er mis-
^uunurinn minni. Konur eru að vísu ekki vínglöggar og
hær eru sjaldan hafðar við það að prófa te, greina ilm-
vötn eða jafnvel við æðstu matgerðarlist; en vera má að
tízka og tækifæri valdi. í tilraunastofum virðast konur
reynast fljótari að verða varar við ilm eða bragð, en karl-
Uienn skarpari í því að greina hvaða ilmur eða bragð það er.
Á æðstu skynjunum — heyrn og sjón — er munur-
inn enn minni. Konur eru fremri í því að greina hljóð og
iiti, en karlar fremri konum í því að greina lögun eða
form. Fleiri konur þurfa gleraugna, þó að þær — líkt og
hefðarfrúin í hinni átakanlegu sögu eftir Henry James —
séu oft ófúsar á að óprýða andlitið á sér. Steinblinda sæk-
lr aðallega karlmenn heim; en það kemur blátt áfram af
bví, að þeir eru fremur undirorpnir slysum eða sjúkdóm-