Skírnir - 01.01.1936, Page 206
204
Munur karla og kvenna.
[Skírnir
um. Á litblindu má kalla að karlmenn hafi einkarétt: svo
sem einn maður af þrjátíu er að nokkru leyti litblindur,
en naumast ein kona af þúsundi. Ættgengi litblindu er
lærdómsríkt. Ef litblindur maður kvænist konu með heil-
brigðri sjón, þá verða dætur hans ekki litblindar; en ef
þær svo giftast mönnum með heilbrigðri sjón, getur lit-
blindnan komið fram hjá sonum þeirra. Þetta bendir mjög
á Mendels lög um kynbundið ættgengi; og kynni að gefa
skýringu á því, hvernig kynseinkenni geta gengið til ann-
ars kynsind og ekki til hins.
En sleppum nú skynjaninni og lítum á hin æðri svið
minnis og ímyndunar. Konur skara fram úr í nálega öll-
um minnisprófum. Þar sem þuluminni nægir, eru þær að
meðaltali miklu næmari en karlmenn. Hugmyndir kvenna
um sýnilega hluti eru venjulega mjög lifandi, líkt og
barna. Skýrar hugmyndir um hljóð og hreyfingar virð-
ast algengari meðal karlmanna; þeir hugsa oftar þannig,
að þeir tala með sjálfum sér, heldur en í myndum. Að
skapandi hugsmíð og sérstaklega uppfyndingum virðast
þó karlmenn efalaust frjósamari.
Hér er ef til vill skýring á atriði, er svo oft hefir ver-
ið veitt eftirtekt. Konur eru móttækari, karlmenn frum-
legri. Til þaulvinnu, þar sem aðallega þarf þolinmæði,
natni og öruggt minni, virðast konur nálega alstaðar í
viðskiptalífinu teknar fram yfir .karlmenn. Hins vegar
eiga karlmenn miklu fleiri vinninga í uppgötvunum og
rannsóknum. Jafnvel í ríki kvennanna sjálfra hafa ná-
lega öll hin nýrri heimilistæki verið fundin upp af körl-
um, en ekki konum — saumavélin, vefstóllinn og tæki v;il
að spara vinnu í eldhúsinu og annarstaðar á heimilinu.
Loks skulum vér líta á æðstu sálarstörfin — vitsmum
og rökhugsun. Hér er dómur karlmannanna hiklaus.
Hann kemur fram í orðum tannlæknisins í You never can
tell (Enginn veit). „Vitsmunir“, segir hann við stúlkuna,
sem ver kvenréttindin, „en þeir eru séreign karlmann-
anna!“ En tannlæknirinn var ungur og óreyndur, og
komst að raun um fákænsku sína áður en tjaldið féll-