Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 209
Skírnir]
Munur karla og kvenna.
207
ferðahvötin, veiðihvötin, smíðahvötin, forvitni (nema ef
til vill þegar um persónur er að ræða) virðast sterkari
hjá karlmönnum. Sorg (að minnsta kosti tárahneigð),
hræðslugirni og pukur, foreldrahvötin, undirgefnin, með-
fædd hneigð til óbeitar — þessar hvatir virðast sterkari
hjá konum. Um kynhvötina er erfitt að fullyrða. í leik-
fitinu „Maður og ofurmenni“ hefir Bernard Shaw, eins
°& fleiri, reynt að útrýma þeirri hjátrú nítjándu aldar,
að karlar væru áleitnari en konur. Meðal sálfræðinga í
læknastétt mun þessi skoðun ríkjandi: Ástríðufyllsta
kona virðist miklu áfjáðari í ástum en hinn áfjáðasti
karhnaður; ástsvalasta kona er miklu kaldari en hinn
astsvalasti karlmaður. Hér eru þá einu sinni öfgarnar
hjá kvenkyninu. Ef til vill hefir skáldið þess vegna kveðið:
Men at most differ as Heaven and Earth;
Women, best and worst, as Heaven and Hell.
Karla mun en víf eru
kveð vera — hin verstu og beztu —
hæst sem himins og jarðar; ólík sem helvíti og himinn.
Um siðgæðiseiginleikana, þá er sú gátan alkunnust,
a^ konur eru samvizkusamari og um leið hneigðari til
uPPgerðar. Þó er ein andstæða, er virðist nálega undan-
^ekningarlaus; hún kemur fram í öllum löndum, á öllum
éldum og öllum aldri: glæpir eru hér um bil fimm sinn-
Um tíðari meðal karla en kvenna. Þetta kemur eflaust að-
^hega af því, að karlmenn eru áleitnari en konur, þó að
°nur hafi ef til vill á liðnum tímum haft síður tækifæri
lögbrota.
Um efnahagshorfur kvenna er það ljóst, að samvizku-
Semi þeirra, hæfileiki þeirra til að haga sér eftir atvik-
Unum, fúsleiki þeirra til kyrrsetu eru mikilsverðir kostir
ymsum stöðum. I öðrum efnum geta kynseiginleikar
Peirra valdið því, að þær standa nokkru verr að vígi. Til-
nningasemi þeirra og margþættar geðshræringar, lítið
anitak og léleg skipulagsgáfa, skortur á hugviti, frum-