Skírnir - 01.01.1936, Síða 210
208
Munur karla og kvenna.
[Skírnir
leik og úrræði, allt þetta getur (nema konurnar færi sér
það kænlega í nyt) verið slæmur bagi í viðskiptalífinu.
En skaplyndisgallar eru í því ólíkir gáfnaskorti, að það
má breyta þeim og vinna bug á þeim; þess vegna þarf
slíkur tálmi ekki að verða ævarandi, og að minnsta kosti
aðeins hamla sumum konum, en ekki öllum. Hinn líkam-
legi vanmáttur á sér dýpri rætur. Að konur eru ekki eins
sterkar, að þær eru óhæfar til ákafrar og langvinnrar
áreynslu, að þeim hættir við að verða lasnar við og við —
lcann að virðast réttlæta það að nefna þær „veikara kyn-
ið“. En allir þessir annmarkar, sem nú voru nefndir, gera
miklu minna til í lífi siðaðra þjóða, en ósiðaðra; og úr
mörgum þeirra má bæta meir og meir með betra uppeldi
og nýrri lögum og venjum.
Kjörin eru óðum að breytast. Móðurstaðan, sem kon-
an ein getur haft, er nú stutt og afbrigðilegt skeið á æfi-
leið hennar. Kennsla barnanna hefir verið fengin skólun-
um í hendur; verndarstarf eiginmannsins hefir lögreglan
tekið að sér; heimilisstörfin annast að nokkru leyti sér-
stakir hreinsunarmenn og matfangamenn, og hin hafa
verið gerð miklu auðveldari með betri vélum og verkfser-
um. Konur nútímans eru farnar að beina áhuga sínum 1
nýjar áttir. Þær eigi aðeins stýra bílnum sínum; þær
veiða stór dýr, og setja met á flugi. Þær eru læknar, þser
flytja mál; þær reka ef til vill stóra verzlun, sem þser
eiga sjálfar. Það er ekki langt síðan rússneskt skip kom i
Lundúnahöfn og var kona skipstjóri. Vér neyðumst bráð-
um til að spyrja, hvort nokkuð sé til, sem konur framtíð-
arinnar muni ekki reyna, sakir vanmáttar huga eða vilja-
Ef Rip Van Winkle hefði sofnað 1883 og vaknað aftur
1933 eftir fimmtíu ára blund, þá hefði hann eflaust mest
furðað á þeirri geysilegu byltingu, sem þegar er orðin a
stöðu kvenna. Að hverju hann mundi verða vitni eftir
aðra hálfa öld mega þeir, sem þykjast vera spámenn,
segja fyrir.
Lítum nú aftur og rifjum upp niðurstöðurnar. Þvi
verður naumast neitað, að mismunur kynjanna er að