Skírnir - 01.01.1936, Síða 211
Skírnir]
Munur karla og' kvenna.
209
sumu leyti meðfæddur; en það er augljóst, að miklu
udnna kveður að því, en menn hafa almennt haldið. Mun-
urinn er minni á sál en líkama og minni á gáfum en til-
finningum eða lunderni. Að því er til sálarinnar kemur,
'urðist munurinn mestur á hinum lægstu stigum sálar-
Msins — mestur á hreyfingum og hinum einfaldari skynj-
um, svo sem snertiskyninu, allmikill í þulunámi, en minnk-
ar eftir því sem hærra dregur andlegu störfin. En þar
sem vér finnum mun í sálarlífinu, þá virðist hann yfir-
leitt ekki eiga rót sína í meðfæddum andlegum mismun,
heldur annað hvort ólíkri æfingu og venju, eða þá í líkam-
legum mismun, — eiginleikum vöðvanna, skynfæranna
°& fyrst og fremst kirtlanna. Innkirtlarnir — kynkirtl-
arnir, skjaldkirtillinn, nýrnahetturnar og aðrir kirtlar —
hafa djúp áhrif á hvatir og geðshræringar. Það er því
skiljanlegt, að mismunurinn á kirtlum karla og kvenna
£eti haft í för með sér mun á lunderni þeirra, en sá mun-,
ur aftur haft áhrif jafnvel á það, hvernig gáfunum er beitt.
Eitt sézt mönnum of oft yfir. Munurinn, sem eg hefi
talað um, er byggður á meðaltalsreikningi. Þegar vér at-
hugum einstaklingana, sem þessi meðaltöl eru dregin af,
há komumst vér að raun um, að munur á einstaklingum
er svo geysilegur, að mismunurinn á meðaltölunum verð-
ar yfirleitt lítilfjörlegur. Einn karlmaðurinn er miklu
°hkari öðrum karlmanni og ein konan miklu ólíkari ann-
ari konu en meðalkarlmaður er meðalkonu. Kynið út af
tyrir sig veldur því ekki nema litlum hluta af þeim and-
^ga mismun, sem sjá má á mannlegum verum. Þegar því
a að skera úr því, hvers konar menntun eða hvers konar
hfsbraut velja skuli einhverju tilteknu barni, þá er aðal-
atriðið, sem til greina kemur, ekki svo mjög kyn barns-
ms sem hitt, hvaða hæfileika og lundarfar það hefir; og
hróun sálarlífs kvenna í framtíðinni markast eflaust minna
af meðfæddum andlegum einkennum kyns þeirra og meir
°g meir af nauðsyn félagslífsins og hugsjónumeinstaklinga.
14