Skírnir - 01.01.1936, Page 212
Ritfregnir
islenzk fornrit. IV. bindi. Eyrbyggja saga, Brands báttr örva,
Eiríks saga rauSa, Grænlendinga saga, Grænlendinga jbáttr. Einar
Ól. Sveinsson og Matthías Þórðarson gáfu út. — Hið íslenzka
fornritafélag. Reykjavík MCMXXXV.
Hinni stórmerku útgáfu íslenzkra fornrita, sem Hið islenzka
fornritafélag hefir hafið, tekur nú að skila allvel áfram, og út-
gáfan hefir þegar fengið sinn svip og sitt mót. Fyrirkomulag út-
gáfunnar og frágangur allur er með þeim hætti, að allir ljúka upp
einum munni um það, að hann sé félaginu til sóma og þeim mönn-
um, sem unnið hafa að því, sem út er komið af verkinu. En það,
sem út er komið, er Egils saga, útgefandi Sigurður Nordal, Lax-
dæla með Halldórs þáttum og Stúfs þætti, útgefandi Einar Ól-
Sveinsson, og svo það bindi, sem að ofan getur. Hefir komið eitt
bindi á ári og í sumar er von á einu bindi í viðbót, Grettis sög'Uj
Bandamanna sögu og Odds þætti. Það sýnir bezt vinsældir útgáf-
unnar, að svo að segja hin eina kvörtun í sambandi við hana er
sú, að hún komi ekki nógu ört út. Menn vilja fá hana sem fyrst.
Það dugir ekki minna en tvö bindi á ári til þess að fullnægja eftir-
spurninni, og er vonandi, að félagið sjái sér það fært, að hraða
verkinu svo sem til þess þarf, að þetta verði gert. Þess ber þó að
gæta, að meira ríður á, að vel sé til alls vandað en á hraðanum, eí
ekki er hægt að uppfylla hvorttveggja. En að því ber að stefna-
Af sögum þeim, sem í ofan greindu bindi eru, hefir dr. Em-
ar Ól. Sveinsson séð um Eyrbyggju og Brands þátt, en Matthias
Þórðarson þjóðminjavörður um hinar, þær, sem um Grænland
fjalla og fund Ameríku. í formálanum, sem er 96 bls. að lengd,
gera þeir grein fyrir sögunum, svo sem föng eru á í e^1
lengra máli.
Útgefandi Eyrbyggju ræðir fyrst um vísur sögunnar og
kvæði. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að þær sé yfirleitt i'étt
feðraðar, en vafi sé á um vísur berserkjanna og vísu þá, seni
eignuð er Víga-Styr (23. v.). Eru vísurnar því gagnmerk heimild
um atburði sögunnar, það sem þær ná. Aðra merkustu heimii