Skírnir - 01.01.1936, Page 213
Skírnir]
Ritfregnir.
211
Eyrbyggju má telja Ævi Snorra goða, sem útgefandinn sýnir fram
a> að vera muni eftir Ara fróða, og virðist það eflaust rétt. Tengsl
Eyrbyggju og Landnámu eru talsvert erfiðari viðfangs. Útgefand-
'nn hallast fremur að því, að höfundur sögunnar hafi stuðzt við
heimild Melabókar, eða Frum-Landnámu, heldur en munnlegar
sagnir. Þetta er að visu vafasamt. Mér virðist, að þó að höfundur
Eyrbyggju hafi haft hina elztu Landnámu fyrir sér, þá hafi hann
yfirleitt haft hana að litlu og víðast hvar tekið munnlegar heim-
ildir fram yfir, þar sem á milli bar. Þetta sézt af því, að Melabók
°g Eyrbyggju ber á milli um svo margt, að miklu meira fer fyrir
Því en hinu, sem þeim ber saman um. Eg myndi því hafa haldið
fram munnlegum heimildum sem aðallausn á málinu, en Frum-
Landnámu sem möguleika. Um hitt er eg fyllilega sammála útgef.,
a<5 óhætt muni að segja með sæmilegri vissu, að bæði Styrmisbók
°g Sturlubók hafi stuðzt við Eyrbyggja sögu og tekið efni úr henni.
Merkilegt er að athuga tengsl Eyrbyggju við aðrar íslend-
lnga sögur, sem snerta efni hennar. Útgef. telur, að höfundur
Eyrbyggju hafi þekkt Heiðarvíga sögu (hún er nefnd í 65. kap.)
°g væntanlega Gísla sögu Súrssonar. Það er eftirtektarvert, eins
°K útg. bendir á, að Eyrbyggja fer mjög fljótt yfir það efni, sem
þessar sögur segja frá, og lítur svo helzt út sem um útdrátt lengri
frásagnar væri að ræða, eða hleypur jafnvel yfir hluti, sem búast
Lefði mátt við, að sagt væri frá. SJkýring útgef. er vafalaust rétt:
Höfundur Eyrbyggju forðast að endurtaka það, sem þegar var
búið að rita í öðrum sögum. Beinasta ályktunin af þessu er sú, að
hann hafi einnig þekkt Laxdæla sögu, sem nefnd er með nafni í
65. kap., því að svo er að sjá sem hann sneiði með vilja hjá frá-
sögTium Laxdælu um Snorra goða, en hann er þó aðalsöguhetjan
1 Eyrþyggju. Engu að síður hefir útgefandi komizt að þeirri nið-
urstöðu, að tilvitnun Eyrbyggju til Laxdælu sé innskot, og Eyr-
byggju höfundur hafi ekki getað þekkt hana. Hins vegar hafi hann
bekkt Þorgils sögu Höllusonar, og þar hafi einnig verið frásagn-
'rnar um Snorra goða, sem eru í Laxdælu og Eyrbyggju höfundur
virðist hafa sneitt hjá. Vér vitum að sönnu ekkert um Þorgils
s8gu, en þar fyrir getur þetta vel verið rétt. Það, sem allt veltur
á> er sú skoðun útgef., að Laxdæla hljóti að vera yngri en Eyr-
byggja. Að sönnu er margt, sem mælir með því, að svo sé, og yfir-
!eitt held eg, að allir myndi fallast á það, — ef ekki væri tilvitn-
un Eyrbyggju til Laxdælu. En eg á mjög erfitt með að fella mig
Vlð þá skýringu, að hér sé um innskot að ræða, og myndi heldur
fulltingja þeirri skýringu, að Eyrbyggja sé yngra rit en Laxdæla.
Útgef. hefir gert merkar athuganir á vísum frá fyrra hluta
aldar og vísum Eyrbyggju og fundið greinileg áhrif frá Eyr-
byggjuvísum i kveðskap Sturlunga og fylgismanna þein-a, einkum
14*