Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 214
212
Ritfregnir.
[Skírnir
umhverfis Breiðafjörð. Þetta bendir til, að um það leyti hafi vakn-
að áhugi fyrir vísum Eyrbyggju hjá ákveðnum mönnum innan
takmarkaðs svæðis, og bendi það á, að um þær mundir muni sag-
an hafa verið rituð. Telur hann, að annaðhvort muni hún rituð
í Helgafellsklaustri eða undir umsjón Þórðar Sturlusonar, og ætl-
ar hann þó klaustrið líklegra. Eyrbyggja saga er merkilegt forn-
rit, að mestu byggð á góðum heimildum og rituð af manni með
sagnfræðilegum áhuga og góðri söguþekkingu. Þessi útgáfa henn-
ar er hin prýðilegasta og útgefandanum, dr. Einari Ól. Sveinssyni,
til sóma, eins og þau rit eru yfirleitt, sem hann lætur frá sér fara.
Skýringar eru stuttar og greinargóðar, og að því er eg held full-
nægjandi íslenzkum lesöndum.
Eins og áður er sagt, hefir Matthías Þórðarson gefið út hin-
ar sögurnar í bindinu. Eg vil vekja athygli á því, að öll nöfnin á
þeim ritum eru önnur en íslenzkir lesendur eiga að venjast. Þá
sögu, sem flestir kannast við undir nafninu Þorfinns saga karls-
efnis, nefnir útgef. Eiriks sögu rauða, en söguna, sem venjulega
hefir verið nefnd Eiríks saga rauða, nefnir hann Grænlendinga
sögu, og Einars þátt Sokkasonar nefnir hann Grænlendinga þátt.
Þessi nöfn eru sumpart byggð á fornum nöfnum þessarra sagna
og hafa öll við nokkur rök að styðjast, en vafasamt er þó, að næg
ástæða hafi verið til að breyta þeim, því að slíkt vill jafnan valda
ruglingi, að minnsta kosti fyrst í stað. Útgef. hefir að nokkru
farið sínar eigin götur um tilhögun útgáfunnar. Þannig ræðir
hann ekki sérstaklega í formálanum um tímatal sagnanna, eins og
venja hefir verið í íslenzkum fornritum, heldur tekur hann tíma-
talið smám saman í skýringargreinum neðanmáls. Þetta fyrir-
komulag tel eg óheppilegra, vegna þess að það er ekki jafnljóst til
yfirlits sem hin aðferðin, og auk þess lengir það skýringargrein-
arnar, sem allra hluta vegna þurfa að vera stuttar og miðast nær
eingöngu við, hvað skýra þarf í textanum sjálfum. A sama hátt er
orðamunur sýnu meiri neðanmáls en ella í Islenzkum fornritum,
einkum í Eiríks sögu rauða; komast niðurvísanir jafnvel upp í 1(’
á síðu, og er slíkt ofboð hverjum lesanda, sem lesa vill sér til
gamans. Annars eru skýringar útgef. stórfróðlegar og enginn,
sem lesa vill sögur þessar sér til gagns og fróðleiks, lætur sei
detta í hug að hlaupa yfir þær. Og þótt hér hafi verið fundið lítils
háttar að fyrirkomulagsatriðum, þá er verk útgef. í heild sinni
vel af hendi leyst og ýmsar góðar athuganir i formálanum.
Bindi þessu fylgja myndir af Helgafelli, skálagólfinu á Ból-
stað (bæ Arnkels goða), úr Álftafirði (Kársstaðir), og fylgía
þær Eyrbyggju, en í sögunum um Grænland eru myndir af hin-
um merkustu sögustöðum þar: Brattahlíð, Herjólfsnesi og Görð-
um. Ennfremur eru kort af umhverfi Helgafells, Snæfellsnesi,