Skírnir - 01.01.1936, Page 216
214
Ritfregnir.
[Skírnir
á eigin spýtur. Af 56 sjálfstæðum köflum þessarar skinnbókar
(þar af er nokkur hluti bænir o. fl.) hefir sérfræðingi í kirkju-
legum miðaldabókmenntum tekizt að finna frumrit af 16 þeirra
(og er þeim þá vitanlega breytt meira og minna 1 þýðingunum),
má því telja víst, að eigi alllítill hluti sé frumsaminn á íslenzku.
Einir 11 kaflar standa bæði í þessari íslenzku bók og norsku hand-
riti svipaðs efnis (Norsku hómilíubókinni); það er talið frá svip-
uðum tíma og þessi bók. Nú hafa menn rætt nokkuð um það, rsem
annars skiptir svo sem engu máli, hvort þeir 11 kaflar séu heldur
skrifaðir í fyrstu í Noregi eða á íslandi. Gustav Indrebö hefir í
útgáfu sinni af Norsku hómilíubókinni (1931) fjallað um þetta
mál, og kemst hann, vitanlega, að þeirri niðurstöðu, að þeir séu
norskir. Paasche er mjög gætinn í dómum sínum um þetta (og
það virðist viturlegt, þegar rök Indrebös eru athuguð) ; hann veit
sem er, að Jón biskup Ögmundsson fékk eitt sinn helgisagnakver
frá Noregi og að Ingimundur prestur Þorgeirsson hafði bókakistu
með sér utan 1180, og þannig hefir það gengið aftur og fram á
þeim tíma.
Ritsmíðar þær, sem íslenzka hómilíubókin hefir að geyma,
bæði þýddai! og frumsamdar, og annað, sem ritað var af liku tagi
hér á þeim tíma, hefir vafalaust verið til ekki svo lítilla nytja fyriv
bókmenntir okkar og mál. Tungan hefir þjálfazt við það, að henni
var beitt við ný efni, og skrifarinn, sem fyrst var stirður að orða
hugsanir sínar með penna, æfðist brátt, stirðleikinn hvarf, og áð-
ur en varði, var hann orðinn fær að taka til meðferðar sömu ofn-
in og sagnamaðurinn sagði í veizlum og á þingum — eins vel, og
kannske innan skamms betur. Þannig hafa elztu klerkaritin rutt
sögunum braut. Það má glöggt sjá, að þeir, sem um þessa bók
hafa fjallað, standa á vegamótum. Málið er gamalt (það eru öll
mál), en það er ungt ritmál, fullt af merg og safa, karlmennsku og
þrótti, en ekki liðugt enn, stundum skemmtilega óhöndugleg't>
þegar verið er að tákna með því hin nýju kristnu hugtök; í heild
sinni geðfellt, jafnvel heillandi. — Borið saman við mál á síðari
klerkaritum er þetta innlendara og hreinna; síðar skiljast nokkuð
leiðir með veraldlegum og kirkjulegum bókmenntum; það er íirnl
baráttu leikra og lærðra, tími vaxandi klaustraanda; í Hómilíubók-
inni birtist hin fyrri öld, þegar kristni og höfðingjavald var sam-
gróið, margir höfðingjar voru vígðir, kirkjur í höndum leikmanna,
þegar dróttkvæði og kristni rann saman í hinum elztu helgikvæðum-
í innganginum gerir Fr. Paasche góða grein fyrir því, sem
vitað er um kristna prédikun hér á landi í fornöld, og yfirleitt ei
inngangur hans hinn læsilegasti og ber þess skýrt vitni, hve þekk-
ing hans á þessum efnum er víðtæk. Hafi nú báðir aðiljar, sem uð
bindinu stóðu, þökk fyrir sitt starf! E. Ó. S.