Skírnir - 01.01.1936, Side 217
Skírnir]
Ritfregnir.
215
Rauískinna (sögur og sagnir). Safnað hefir Jón Thoraren-
sen. III. Rvík 1935.
í næstsíðasta árgangi Skírnis var gerð nokkur grein fyrir
öðru hefti Rauðskinnu. Seint á síðastliðnu ári kom svo þriðja heft-
■ð, og fylgir því nafnaskrá allra þriggja heftanna, sem út eru kom-
in. Má af því ráða, að séra Jón ætlar að snúa sér að öðrum verk-
efnum; mun eg síðar minnast nánar á það.
Þetta síðasta hefti Rauðskinnu er að flestu leyti líkt hinu
næsta á undan. Efni er að því leyti fjölbreyttara — eða sundur-
leitara, eftir því sem virt er — að hér eru tvö kvæði og eitt æfin-
týri. Annað kvæðið eru gamlar formannavísur, hitt eftir Herdísi
Andrésdóttur, ömmu útgefandans, og segir frá allskonar störfum,
sem hún hafi fengizt við um dagana:
„eg hefi marga yndisstund
átt við hversdagsstörfin“,
segir gamla konan. Æfintýrið mun styðjast við gamla frásögn, en
er mjög fært í stílinn. Að öðru leyti en þessu er svipað efni í þessu
hefti og hinu fyrra. Hér eru sögur af fyrirburðum, draumum, svip-
sýnum, o. s. frv., sagðar af þeim, sem við söguna koma; hér eru
hreinar þjóðsögur,1 sem gengið hafa í manna minnum; hér er fróð-
leikur um nafngreinda menn, smásögur og vísur, — og af bessum
flokki er heldur meira en áður. Af heimildarmönnum er Herdís
hi'ýgst, en auk þess -hefin útgefandi fengið sögur úr ýmsum áttum.
Hér ber, ef nokkuð er, enn minna á Suðurnesjum en í síðasta hefti.
hTm sögurnar sem heild er það að segja, að þær eru valdar með
smekk og vel sagðar yfirleitt, og er heftið að öllu samanlögðu á
borð við hin fyrri.
Eg get ekki stillt mig um að drepa hér á fáein smáatriði.
f sögunni „Köllin í Kirkjuvogsselinu“ (bls. 16—18) segir frá of-
heyrn, sem margir munu kannast við að einhverju leyti; þessu lík
ofheyrn finnst mér lig'gja til grundvallar frásögn Grænlendinga s.
(?• kap.) um konuna, sem birtist Guðríði Þorbjarnardóttur á Vín-
landi. Guðríður sat í dyrum með vöggu Snorra, sonar síns; bar þá
á skugga og gekk inn kona fölleit og ákaflega stóreygð. Hún spurði
Guðríði að nafni, en hún sagði sem var og spurði konuna nafns á
móti. „Ek heiti Guðríðr“, segir þá konan líka. Litlu síðar hvarf
^ún. — j>ag sem segir um Eggert Ólafsson, að hann var kallaður
Eggert „verri“ (bls. 48), er ekki ómerkilegt, því að það hlýtur að
e'ga rætur að rekja'-til alþýðuskilnings á honum og vera varðveitt
nieð alþýðu. Svipuð munnmæli hefi eg heyrt um Tómas Sæmunds-
son. — Sagan „Kisi minn í Brandagili“ (bls. 71), skemmtilega sögð
af Theódóru Thoroddseni er skyld sögunni af skuggabaldri, sem eg
Sat um í ritdómi um bók frk. Broberg: Sagnet om den store Pans
^öd (Skírnir 1934, 234) og auðsjáanlega líka af vestrænum upp-