Skírnir - 01.01.1936, Side 219
Skírnir]
Ritfregnir.
217
Bók de Lange fjallar um enskar sögur og kvæði frá fyrri
öldum um útlaga, eins og Hereward, Gamelyn og Hróa hött, og eru
Þær bornar saman við Áns sögu bogsveigis. Þykir höfundi mega
finna margvíslega líkingu, frekar almenns en sérstaks eðlis, og hall-
nst hann að því, að nokkuð samband sé þar á rnilli. Telur hann lík-
iegt, að hvorttveggja eigi rætur að relcja til fornra norrænna frá-
sagna um útlaga, sem borizt hafi bæði til íslands og Englands og
niótazt af aðstæðunum á hvorum stað fyrir sig.
Bók frk. Sluijter fjallar um íslenzka þjóðtrú fyrr og síðar.
Leggur hún mesta stund á að gera samanburð á gömlu og nýju og
sýna fram á, að þjóðsögur siðari alda séu fornar i anda, bó að þær
séu nýjar að smíð (eins og- um þær er sagt í formálanum að þjóð-
sögum Jóns Árnasonar), og oftast sé hægt að rekja hugmyndir
Þeirra aftur til fornritanna. Þetta reynist að vonum auðvelt verk.
Annars er íslenzk þjóðtrú fyrr og síðar svo víðtækt efni, að ekki
ei' þess að vænta að finna hér, á þessum 196 bls., nema yfirlit um
Það mál. En það yfirlit er Ijóst og lipurlega samið. E. Ö. S.
Walter Iwan: Island, Studien zu einer Landeskunde. Stutt-
ffart 1931.
Bók þessi er tvímælalaust eitt merkasta rit, sem komið hefir
át um ísland á siðari tímum. Höfundur hennar, dr. Walter Iwan,
var hér þýzkur sendikennari við Háskólann síðastliðið ár, en áður
en hann kæmi hingað þeirra erinda hafði hann ferðazt hér allmik-
nm og aflað sér mikils fróðleiks um land og þjóð, bæði af eigin
syn og annarra verkum.
Bókin er 155 bls. í átta blaða broti. Meginmálið er þó ekki
meira en 92 bls., en hitt eru tilvitnanir, bókaskrá og registur.
Fyrst lýsir höf. eðli landsins, jarðfræði þess, loftslagi og gróðri,
°e tekur sá kaflinn yfir 43 bls. Þá kemur næst lýsing á helztu gerð-
Uni landslags: jöklum, hálendisauðnum, hraunum, móbergshéruð-
Um» láglendum og fjörðum. Síðasti kaflinn heitir Der Mensch in
der Landschaft, og fjallar hann um samband þjóðar og lands.
Eins og gefur að skilja, hlýtur margt að verða ósagt látið í svo
stuttu máli sem þessu, en hitt er þó að undra, hve höfundinum
heflr tekizt að koma miklu efni fyrir í bókinni, og hve skýr og
umsvifalaus öll frásögnin er. í bókinni eru 108 myndir. Rúmlega
belmingur þeirra eru ljósmyndir, sem prentaðar eru á sérstök
blöð og mega yfirleitt teljast góðar, en hitt eru uppdrættir og
hnurit, sem eru ágætlega valin og auka þau mjög gildi bókarinnar
ta glöggvunar og skilnings. í tilvitnunum, sem taka við á eftir
meginmálinu, er mikill fróðleikur og leiðbeiningar fyrir þá, sem
eun lengra vilja halda. Þá koma næst tilvísanir til bóka, sem hafa
góðar myndir að geyma frá tilteknum stöðum á landinu, og að