Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 220
218
Ritfregnir.
[Skírnir
síðustu er bókaskrá, þar serri talin eru 623 rit, sem snerta náttúru-
fræði og landfræði fslands, enda mun þar fátt vanta þeirra rita,
sem máli skipta í þessum greinum.
Nokkrar skekkjur eru í bókinni, en flestar eru þær fremur
lítilf jörlegar, og hirði eg ekki um að tína þær til hér. Yfirleitt ber
bókin vott um mikla vísindalega kunnáttu höfundarins og framúr-
skarandi elju. Hún er vafalaust bezta yfirlitsrit, sem til er um
ísland, og verður það, að líkindum, fyrst um sinn. Ætla eg því,
að hún verði mikið lesin af þeim útlendingum, sem kynnast vilja
landi voru meira en að nafninu, en íslendingar geta líka mikið af
henni lært urri land sitt, ekki sizt fyrir þá sök, að hún er laus við
dekur og draumóra, en segir hispurslaust kost og löst, eftir því
sem höfundinum hafa þótt efni standa til.
Pálmi Hannesson.
Islandica, Vol. XXIV. The Sagas of Icelanders (íslendinga
sögur). A supplement to Bibliography of the Icelandic sagas and
minor tales. By Halldór Hermannsson. Ithaca 1935.
Þessi bók er eins og titillinn sýnir viðauki við hina ágætu
skrá yfir íslendinga sögur, er kom út 1908 og var 1. bindið af Is-
landica, hinu merkilega ársriti Fiskesafnsins, er próf. Halldór Her-
mannsson hefir síðan gefið út, til ómetanlegs gagns fyrir íslenzka
bókfræði, bókmenntir og sögu. I þeirri skrá voru íslendinga sögur
og þættir í stafrófsröð og útgáfum hverrar sögu raðað eftir aldn-
Þá komu þýðingar sögunnar á erlend mál, en jafnframt getið
helztu ritdóma um útgáfurnar og greina og rita um söguna eða
efni hennar. Loks var skrá yfir þau skáldrit, er tekið höfðu efm
úr sögunum. Skráin var 126 bls.
Þessi nýja skrá er nálega jafnstór (113 bls.) og sýnir það
óneitanlega hinn mikla og vaxandi áhuga, ekki sízt erlendis, a
þessari grein bókmennta vorra. Skránni er hagað eins og hinm
fyrri, nema að hér er bætt við skrá yfir safnútgáfur af sögunum
og úrvöl úr þeim, bæði á íslenzku og erlendum málum, og svo skra
um helztu rit, er fjalla um bókmenntir, sögu og menningu þess
tíma, er sögurnar ná yfir.
Báðar þessar skrár eru ómissandi hverjum þeim, er eitthvað
fæst við íslendinga sögur. Þær fá manni fyrirhafnarlaust upp 1
hendurnar vitneskju, sem annars kostar langa leit að afla og
fæstir geta veitt sér með þeim bókakosti, er þeir eiga aðgang a®-
Munu allir kunna höfundi mikla þökk fyrir verkið, er ber sömu
einkenni elju og vandvirkni og önnur rit hans. G. F.
Monumcnta typographica Islandica. Edited by Sigurður N°r'
dal. Vol. IV. Passio. 1559. Facsimila edition with an introduction