Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 221
Skírnir]
Ritfregnir.
219
m English and Icelandic by Jón Helgason. Levin & Munksgaard,
Ejnar Munksgaard. Copenhagen. 1936.
Af þessari bók er samkvæmt orðum útgefandans „hvergi
til í heimi svo kunnugt sé, nema eitt eintak, sem háskólabókasafn-
ið í Kaupmannahöfn á. Af því er tekin sú eftirmynd, sem hér birt-
ist“. í þetta eintak vantar þó, að því er talið er, 5 blöð aftan af
hókinni. Hún er sex predikanir um pisl Krists eftir Antonius Cor-
vinus og' talið víst, að hún sé þýdd af Oddi Gottslcálkssyni. Hún
er merkileg í sögu íslenzkrar prentlistar, þar sem vitað þykir, að
»Jón Matthíasson hafi prentað hana á Breiðabólsstað 1559; og er
bun þá elzta bók prentuð á íslandi, sem enn er til, að undantekn-
um blöðum tveim úr Breviarium Holense". Hefir útgefandinn gert
skýra grein fyrir bókinni í formálanum á ensku og íslenzku.
G. F.
Jón Magnússon: FlúSir. Kvæði. Reykjavík 1935.
Þessi bók er að því leyti frábrugðin hinum fyrri kvæða-
söfnum höfundarins (Bláskógar og Hjarðir), að hér eru, auk sjálf-
stæðra kvæða, tveir kvæðaflokkar. S'ýnir það, að skáldið tekur að
Velja sér stærri yrkisefni en áður, og það hygg eg sé hollt og
Vaxtarvænlegt. Fyrri flokkurinn, „Vígvellir", 10 kvæði, dregur
UPP myndir af tortímingu stríðsins, vitfirringu vígbúnaðarins, þrá
mannkynsins eftir ffiði og endar með lögeggjan um verlcfall gegn
öllum hernaði. Flokkurinn er snjallt kveðinn og lesandinn er sam-
mála, en efast þó, hvort nokkur skáldskapur gegn hernaði dugi
aunar en sá, er megnaði að kveða her-refina dauða, eins og vísa
Hallgríms: „Þú sem bitur bóndans fé“.
Síðari flokkurinn, „Úr æfisögu Björns sýslumanns“, 8
lcvæði, virðist mér beztur í bókinni. Hann segir frá sýslumanns-
syni, sem borinn er til auðs og valda og lífið brosir við, en fórnar
öllu fyrir umkomulausa ástmey sina og reisir með henni bú á
eyðikoti í fátækt, en lætur aldrei i minni pokann og hefir þann
metnað, að vera höfðingi, þó að hann eigi ekki til næsta máls.
Þ&ð er átakanlegt söguefni, sem skáldinu hefir þegar orðið mik-
*ð úr og verður þó eflaust betur, því að þessi kvæði eru ekki nema
bl'ot úr stærra verki. Skírni veitist í þetta sinn sú ánægja að flytja
eitb kvseði úr því í viðbót: „Faxarimu“. Öll eru kvæði Jóns fág-
uð af næmum smekk og yfir þeim er blær hreinnar og heilbrigðr-
ar sálar. G. F.
Héraðs'saga BorgarfjarSar. I. Reykjavík 1935.
Þetta er allmikil bók, 480 bls. í stóru broti, prentuð á hinn
Ssemilegasta pappir og prýdd mörgum myndum, flestum góðum og
Sumum ágætum. Þá fylgir bókinni uppdráttur af héraðinu og er