Skírnir - 01.01.1936, Page 222
220
Ritfregnir.
[Skírnir
það mjög til bóta. Hingað til hefir of lítið verið að þvi gert að
láta uppdrætti fylgja ritgerðum og bæklingum um lík efni, enda
tæplega ofmælt, að mönnum hafi enn ekki skilizt nógu vel, hvern
kjörgrip þjóð vor hefir eignazt, þar sem er uppdráttur herfor-
ingjaráðsins.
Nokkur vansmið hafa orðið á verki þessu. Er helzt að sjá,
að útgáfunefnd hafi i fyrstu hugsað sér, að það yrði miklu minna
en nú eru horfur á, a. m. k. sé eg enga aðra slcynsamlega skýr-
ingu á því, að skammta svo smátt rúmið, eins og gert er í fyrra
hluta þessa bindis, ef frá upphafi hefði verið út frá því gengið,
að bindin yrði a. m. k. tvö og þá sennilega viðlíka stór, eða allt
að 900 bls. samanlagt. Hér ritar Pálmi rektor Hannesson að upp-
hafi landfræðilegt yfirlit og jarðfræðilegt um héraðið allt á 38
bls. Er furða, hversu vel slík þraut er leyst og mundu færri menn
hafa leikið það eftir. Þó myndi þessi þáttur orðið hafa hálfu
gagnlegri og meiri bókarbót, ef hann hefði mátt vera nokkru
lengri og fyllri. Þó kastar fyrst tólfunum að þessu leyti í næsta
kafla: Þættir úr sögu Borgarfjarðar fram um 1800, eftir Guð-
brand Jónsson. Er þess tæplega til getandi, að útgáfunefndin hafi
vitað sjálf, hvað það var fjarri öllu lagi, er hún lagði svo fyrir,
að yfirlit þetta skyldi miðað við þrjár prentarkir! Er von, að slík
ráðstöfun hafi dregið slæman dilk eftir sér og ekki alls kostar Guð-
brand að saka, þótt hér hafi ólaglega til tekizt, því að ekki er það
á hans færi fremur en annarra manna, „að koma því i legil, sem
að réttu lagi fyllir tunnu“, eins og hann kemst sjálfur að orði um
þetta. Þó má kalla, að höf. hafi missýnzt um það, að rekja full-
rækilega fornar sögur, því að fyrir bragðið hefir hann neyðzt uil
þess að steypa niður mestöllum fróðleik sínum um hinar síðari
aldirnar, og hefði þetta óneitanlega mátt fara ögn betur. Óþarft
er að lofa þennan kunna höfund fyrir liðuga frásögn og gott mál-
far, því að það er nógu kunnugt og viðurkennt, og er skaði, að
svo góður rithöfundur skyldi hér vera látinn lenda í svo miklu
pappírshraki. Má mikið vera, ef útgáfunefndin sér ekki missmíði
nokkur á þessari tilhögun sinni. Um ritgerð þessa að öðru leyt1
verður hér fátt eitt sagt. Það mun fremur mega telja íil óað-
gæzlu en missagnar á þeirri einu blaðsíðu, er hér er skráð um
atvinnu héraðsbúa, er höf. segir, að ekki sé getið um útræði a
Akranesi fyrri en á 16. öld. Má og vera að prentvilla sé. Víst ei
bað, að í Nýja annál getur um stórfellt skipatjón á Akranesi 1428,
er þar braut 18 skip í veðri miklu, og bendir bað heldur en ekk1
á útveg um þessar slóðir, enda vafalítið, að svo hefir verið fra
fornu fari, þótt ekki sé um þetta bein gögn. Er þessa getið hei
meðfram þess vegna, að höf. talar um það, að sögu Akraness
muni skil gerð á öðrum stað, og mætti bending þessi koma þar að