Skírnir - 01.01.1936, Side 223
Skírnir]
Ritfregnir.
221
notum. Um sumt, sem tilfært er, mætti með nokkrum rökum segja,
að því væri betur sleppt og öðru fremur haldið til hag'a. T. d. er
vandséð annað en höf. hefði getað leitt hjá sér að geta Einars
Herjólfssonar á þann hátt, sem hér er gert, og vorkunnarlaust
Jafn skörpum sagnfræðing, að láta ekki hina gamansömu röksemd
Huðna mag. Jónssonar um þjóðerni Einars villa sig, því að vitan-
löga var Einar jafngóður íslendingur, hvort sem hann var af dög-
um ráðinn í kirkjugarði á Skúmsstöðum í Landeyjum eða á Eyrar-
ðakka og jafnvel þótt ódæðið væri framið í „útlendingakirkju-
garði“ þar (sjá Skírni 1932, bls. 234: „En það, að hann er veginn
a Skúmsstöðum á Eyrarbakka, liggur mjög nærri því að vera full
sönnun þess, að hann hafi verið útlendingur“).
Meginkafli héraðssögunnar er þættir Kristleifs Þorsteinsson-
ar fræðimanns á Stóra-Kroppi. Eru þeir 30 að tölu og koma víða
við. Er hér að finna mikinn fróðleik um hagi manna, atvinnuháttu
°S menningu í mörgum greinum í Borgarfjarðarhéraði á síðara
hluta 19. aldar. Tæplega verður sagt, að þættir þessir myndi fasta
heild, og fremur má kalla þá söguefni en eiginlega sögu. Eigi að
siður bera þeir uppi þetta 1. bindi héraðssögunnar og gefa því
uiest sitt gildi. Frásögn og framsetning er víða mjög snjöll, tild-
urslaus og blátt áfram og ber höfundinum gott vitni. Er héraðinu
sómi að slíkum rithöfundi í bændastétt. Og það ætla eg, að er
tímar líða, muni sumir þættir Kristleifs taldir hin merkilegasta heim-
Hd um islenzka menningarsögu, fremur ýmsu öðru, sem um þessi efni
Hefir birt verið hin síðari ár frá líkum tíma. Og hvað sem ýms-
um héraðsbúum kann að sýnast um það, hvað heiðríkjan kringum
Húsafell endist langt niður eftir héraðinu, verður ekki um það
deilt, að hér hefir maður búið vel að arfi sinnar kynslóðar og
safnað þeim gripum, er af lýsir um héraðið allt og miklu víðar.
útgáfu þessari hefir sterku átaki beitt verið að því að sýna
ulþýðlegri fræðimennsku þann sóma og viðurkenningu, sem hún á
fulla heimtingu á. Það er vafalaust, að víða um land eru þeir
‘Uenn til í bændastétt, sem eiga í fórum sínum merkileg og ómet-
anleg gggn um mannfræði og’sögu héraðanna, og ætti að gera
S^ngskör að því, svo sem hér hefir gert verið, að sá fróðleikur
k°mi að notum en glatist ekki. Á útgáfunefnd Héraðssögu Borg-
firðinga þakkir skildar fyrir bók þessa. Og mun hún, brátt fyrir
t®r misfellur, sem hér hafa taldar verið, víða verða lesin og njóta
vinsælda, sem vert er. En Kristleifi á Kroppi er það að þakka, ef
óún verður „klassisk“, sem mér er þó næst að halda. Þ. .1.
Dr. Marie Simon Thomas: Onze Ijslandsvaarders in de 17de
ei> I8de eeuw. XXXVI -f- 320 bls. Með 16 uppdráttum og 30 mynd-
Um- Amsterdam 1935.