Skírnir - 01.01.1936, Page 224
222
Ritfregnir.
[Sldrnir
Þetta mikla rit um viðskipti Hollendinga og íslendinga á 17.
og 18. öld er fyrir ýmsra hluta sakir mjög þess vert, að því sé
gaumur gefinn af þeim mönnum, er íslenzki’i sagnfræði unna. Það
er óvenjulegt, að útlendir menn gefi sig við rannsóknum, er varða
sögu Islands, sízt á þann hátt, sem hér er gert. Þó eru vissir þættir
í viðskiptasögu vorri við erlendar þjóðir þannig vaxnir, að þeim
verða ekki skil gerð til hlítar, án torsóttra rannsókna í skjala-
söfnum erlendis, er liggja samkvæmt hlutarins eðli afleiðis fyrir
okkur íslendinga og verða því tæplega nokkru sinni af okkur
raktir til fulls. Er það því hið mesta gleðiefni, er erlendir vís-
indamenn taka slík efni til rannsóknar. Talsvert hefir ritað verið
um viðskipti Þjóðverja og íslendinga á liðnum öldum, þótt enn
skorti mikið á, að nægilegt sé. Hér hefir hollenzk kona leyst af
hendi vandað og merkilegt verk um viðskipti Hollendinga við ís-
lendinga og siglingar þeirra hingað til lands, er lengi mun verða
höfuðstyrkur hverjum þeim, sem kynnast vill þessum þætti ís-
lenzkrar viðskiptasögu. Og ber það vel að þakka.
Þess er ekki kostur að dæma um rit þetta í einstökum at-
riðum, og eru þessar línur ritaðar öðru fremur til þess að vekja
athygli á verkinu. Höfundur skiptir ritgerð sinni í átta kafla-
Fyrst er stutt yfirlit um verzlunarsögu íslands, fram til bess er
kaupþrælkun hefst 1602, og því næst annar þáttur álíka um sjálfa
kaupþrælkunina fram til 1787. Þessir þættir eru í sjálfu sér veiga-
minnsti hluti bókarinnar, enda ber að skoða þá sem inngang einn,
að mestu byggðan á eldri rannsóknum. Þriðji kafli fjallar um fálka-
fangara og fálkaveiðar hér á landi, en um það efni hefir fátt verið
ritað, og er hér talsverðan fróðleik að finna fyrir þá, er slikt girn-
ast, einkum að því leyti, sem Ilollendingar koma við sögu. Þá er
fjórði kafli um hvalaveiðar Hollendinga við Island á 17. öld, og
er það efni mest lítt kunnugt áður. Fimmti kafli er um verzlun
Hollendinga, og er þar margt áður ókunnugt. Sjötti kafli er uffl
fiskveiðar Hollendinga fram til 1740. Áttundi kaflinn um deilui
þær, er urðu milli Danastjórnar og Hollendinga út af siglingnm
hingað til lands laust fyrir miðja 18. öld. Loks er níundi kaflinn
um fiskveiðarnar á 19. öld. Að endingu fylgja hér ýmis skjöl og
gögn, er efni bókarinnar varða og miklu máli skipta. Þessi stutta
lýsing á bókinni og efnisskipun hennar verður að nægja hér. Hve-
nær skyldi viðlíka bók verða rituð um viðskipti okkar við aðrai
„þjóðir“, fyrst og fremst Flandra? Sú saga á sér styttri aldur, en
er eigi að síður þess verð, að hún sé færð í letur. Þ. J■
Georgia D. Kelchner: Dreams in Old Norse Literature nnc*
Their Affinities in Folklore. With an Appendix containing the !-ce'