Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 225
Skírnir]
Ritfregnir.
223
landic Texts and Translations. Cambridge. University Press, 1935.
X -f 154 bls.
I þessari bók sinni um drauma i islenzkum fornritum og
þjóðsögum tekur dr. Kelchner til meðferðar merkilegt efni og all
margþætt. Hún gerir því einnig góð skil í tiltölulega stuttu máli,
bó fullmikið kunni að vera stiklað á steinum sums staðar. Ýmis-
legt hefir að sönnu verið ritað um þetta efni áður, og er lang-
veigamest ritgerð W. Henzens: Uber die Trciume in der Altnor-
dischen Sagalitteratur (Leipzig, 1890), sem oft er hér vitnað til.
Engu að siður er umrædd bók ágæt viðbót við það, sem um rann-
sóknarefni hennar hefir verið skrifað, því að hún er bæði næsta
itarlegt heildaryfirlit yfir drauma í fornbókmenntum vorum og
varpar að ýmsu leyti nýju Ijósi yfir þá með samanburðinum á
þeim og sams konar fyrirbrigðum í íslenzkum þjóðsögum.
I gagnorðum kafla færir höfundur rök að því meðal annars,
að draumar í íslenzkum fornritum fjalli löngum um mótlæti og
vandkvæði fremur en gæfu og gengi. Og kemur það ekki á óvart,
þegar þess er minnzt, að fornsögur vorar eru tíðum harmsögur.
■Xð nokkru leyti leiðir rannsóknin á draumum í íslenzkum bjóð-
sögum hið sama í ljós. Dr. Kelchner flokkar síðan skipulega og
væðir hin ýmsu drauma-fyrirbrigði. Fyrst hin táknrænu: fylgjur,
verndarvætti, tröll og guði; síðan hin hlutrænu; og að iokum !if-
andi mannverur og'dauðar (drauga), sem í draumum birtast. Er
1 öllum þeim köflum ritsins mikill fróðleikur og margt skarplega
ath.ugað, þótt eigi verði það frekar rakið.
í bókarlok dregur höfundur síðan saman niðurstöður sínar
°S vekur þar sérstaka athygli á, hvernig yfirnáttúrlegar drauma-
verur heiðninnar glata í þjóðsögunum sérkennum sínum, fá á i;ig
hristinn blæ, eða hverfa algerlega úr sögunni. Fróðlegt er t. d. að
bera saman breytingu þá, sem orðin er á guðunum norrænu í þjóð-
sögunum frá því, sem var í fornsögunum, við svipaða úrkynjun
freirra í lygisögunum. (Sbr. rit Miss M. Schlauch: Romance in Ice-
^nd). Qeta má þess einnig í því sambandi, að í nefndu riti Miss
Schlauch er getið ýmsra eftirtektarverðra drauma í prentuðum
tygisögum, sem ekki eru nefndir í bók dr. Kelchners, þó að yfirlit
hennar virðist harla tæmandi. Eigi er þar heldur gert eins mikið
að því og æskilegt væri, að bera saman drauma í islenzkum forn-
ritum og þjóðsögum við skyld fyrirbrigði í erlendum bókmenntum.
í löngum viðauka (bls. 77—143) eru prentaðir drauma-
textarnir úr íslenzkum fornritum ásamt enskum þýðingum þeirra.
Eru þær yfirleitt nákvæmar vel og læsilegar, þó að út af því bregði
á stöku stað. Á bls. 135—138 er tekinn upp kafli úr Þorsteins
bectti Uxafóts, þar sem haugbúinn (draugurinn) Brynjarr birtist
h°rsteini í draumi, leitar liðsinnis hans, og launar honum liðveizl-