Skírnir - 01.01.1936, Page 226
224
Ritfregnir.
[Skírnir
una með fjársjóði miklum, en biður hann iafnframt að láta son
hans heita i höfuð sér. Til samanburðar hefði hér mátt benda á
hið kunna fyrirbrigði úr íslenzkum þjóðsögum, er dauður maður
,,vitjar nafns“, en hliðstæð dæmi þess eru í norskum þjóðsögum.
Dálitlir hnökrar eru hér og þar á málinu á þessari bók, en
ekki til verulegra lýta. Hún er að öllu samanlögðu bæði skipulega
og vandvirknislega samin. Enda bera ritaskrárnar bví vitni, að
höfundurinn hefir dregið föngin víða að. Af meiri háttar þjóð-
sagnasöfnum íslenzkum sakna eg þar Huldar einnar saman. Að
ytra búningi er bókin einnig mjög smekkleg.
Richard Beck.
Ethel Seaton: Literary Relations of England and Scandinavia
in the Seventeenth Century. Oxford. Clarendon Press, 1935. XVI
-\- 384 bls.
Þetta rit er fjórða bindi í merku ritsafni, sem Oxford-há-
skólinn stendur að (Oxford Studies in Modern Languages and Lite-
rature). Á það þar fyllilega heima, því að það er hvorttveggja ‘
senn gagnmerkilegt að efni og prýðisvel samið. Hér er óvenju
fjölþætt viðfangsefni, áður lítið rannsakað í heild sinni, tekið
föstum tökum, og bæði fræðimannlega og skemmtilega með
það farið.
Framúrskarandi fróðlegt er það, að fylgja Miss Seaton ]
spor í þessari itarlegu og þáttamörgu rannsókn hennar á bók-
menntalegum kynnum Englands og Norðurlanda á 17. öld; hún
kann frá svo mörgu nýju að segja i þeim fræðum. En þó vand-
lega sé hér til verks gengið, má ætla, eins og vikið er að í formála
ritsins, að ekki séu öll kurl komin til grafar, sérstaklega hvað
snertir íslenzku hliðina á þeim andlegu viðskiptum, sem um er að
ræða. Ánægjulegt er það einnig, að sjá, eftir þvi sem á 17. öldina
líður, hvernig Norðurlönd — ekki sízt ísland —, saga þeirra, þjóð-
líf og bókmenntir, risa smám saman fyrir sjónum enskra manna
upp úr svartaþoku vanþekkingar, hjátrúar og hindurvitna, í sann-
ari og gleggri mynd.
Með gildum rökum og gnægð dæma sýnir höfundur fram a
það, að margar stoðir runnu undir vaxandi þekking enskra manna a
Noi-ðurlandaþjóðum og heimalöndum þeirra á umræddu tímabih-
Verzlunarviðskipti, ferðalög og stjórnmálasambönd studdu drjug-
um að auknum kynnum Englendinga og Norðurlandabúa á ben]]
tíð. Einkum reyndust margir sendiherrar og aðrir fulltrúar þess-
ara þjóða, sem oft voru lærðir menn og rithöfundar, merkileg]]
menningarberar í þessu sambandi, og er nákvæmlega sagt frá við-
leitni þeirra í þá átt og árangri hennar.
Þó að ísland komi allmikið við verzlunarsögu Englands *]