Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 227
Skírnir]
Ritfregnir.
225
þessari tíð, og íslenzkra ferðalanga sé getið í landi har, er lands
Vors að vonum að harla litlu getið að því er við kemur enskum
stjórnmálum aldarinnar. Bylgjuföll af ölduróti bví, sem uppreisn-
,n (Gowri-samsærið) gegn Jakob konungi fyrsta (1600) vakti í
«nsku stjórnmálalífi, bárust þó til íslands, eins og fram kemur í
Skotlands Rímum séra Einars Guðmundssonar, sem hér er vitnað
«1. (Sjá hina ágætu útgáfu Sir W. A. Craigies, Oxford, 1908).
Hvað merkilegasti og mikilvægasti þátturinn í auknum ensk-
Uln kynnum af Norðurlöndum á 17. öld voru þó komur fræði-
manna þaðan til Englands til lengri eða skemmri dvalar og bréfa-
viðskipti lærdómsmanna hlutaðeigandi þjóða. Um þetta fjallar
cinnig einhver allra fróðlegasti kafli ritsins. Bodleian bókasafnið
Konunglega Vísindafélagið enska (Royal Society), er því óx
fiskur um hrygg, voru sá segull, sem einkum löðuðu menntamenn
námsmenn af Norðurlöndum til Englands á þeim árum. X
þeirra hóp er þessara íslendinga getið: Gisla Magnússonar á Hlið-
arenda, sona hans Björns og Þorleifs, og Halldórs Brynjólfssonar
biskups Sveinssonar. Ekki er ólíklegt, að frekari upplýsingar um
^slenzka náms- og menntamenn í landi þar á þessum tíma megi
finna í óprentuðum gögnum á íslenzkum söfnum.
Af íslenzkum lærdómsmönnum, sem enskir fræðimenn stóðu
1 bréfaskiptum við, eru þessir taldir: Guðbrandur biskup Þorláks-
s°n, séra Þórður Jónsson í Hítardal, séra Páll Björnsson í Selár-
dal 0g Gísli biskup Þorláksson. Lét Konunglega Vísindafélagið
«nska sér mjög annt um, að afla sér fróðleiks um ísland og nátt-
úrufyrirbrigði þar, og leitaði í því efni aðstoðar læðra manna ís-
lenzkra. Merkust munu mega teljast þrjú bréf séra Þórðar til
Sir Thomas Browne, sem enn eru við lýði; en ekki hafa bréf Sir
Thomas til hins fyrr nefnda enn komið í leitirnar.
Hin aukna þekking á Norðurlöndum og norrænum fræðum
féll í frjósaman jarðveg hjá enskum fornfræðingum og öðrum
fnæðimönnum, og gaf þeim á margan hátt byr í seglin í fræði-
störfum þeirra. Um þetta ritar Miss Seaton langt mál og lærdóms-
ríkt. Sérstaklega fróðlegar eru upptalningar hennar á ritum um
Norðurlönd, sögu þeirra og menningu, í bókasöfnum á Englandi
ó 17. öld. En þrátt fyrir ótrauða viðleitni fræðimanna og ljós
vaxandi þekkingar, sem varpaði birtu á Norðurlönd, reyndist mörg
^égiljan og kynjasagan um þau lífseigari en hollt var á Englandi;
enda var margvísleg hjátrú þá í algleymingi þarlendis, sem víðar,
°g trúgirnin í ríkum mæli. Sumar kenningar sjálfra fornfræðing-
anna blésu meira að segja eld að þeim glæðum. Kemur það ótví-
rætt fram ; ágætum lcafla höfundar um þetta efni („Popular
SuPerstitions“).
Lokaþáttur ritsins fjallar um áhrif norrænna fræða á ensk-
15